Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 159
MÚLAÞING
155
steini." Samkvæmt öðru handriti hefur verið lesið „Sudeyjafjord-
ur,“ sjá athugagrein (Fbr. XII. bls. 4). í skrá frá ca. 1312 er
fjarðatal, þar getur um „Seydarfjörðr“ í Austfjörðum. (Fbr. III.
bls.14).
I Hítardalsbók, sem talin er geyma máldaga, sem Oddgeir gerði
1367, eru þessar klausur: „Maríukirkja á Dvergasteini a svo micit
í lande sem prestzskylld heyrir VI kýr XVIII ær,“ og „Hinn heilagi
Olafur kongur a II hlute í Þórarinsstöðum þar fylgir kýr og II
ær, altarisklæde II kluckur.“ (Fbr. III. bls. 233).
Vilchinsmáldagar eru taldir frá árinu 1397; þar segir svo: „Maríu-
kirkja að Dvergasteini a so micid í lanndi sem presti heyrer. VI
kýr XVIII ær. Hundrads hross, veturgamlan saud. Hj álmárströnd
alla milli Hjálmár oc Grimkelsgils. Reka milli Hamarsness oc Gull-
steins. Reka milli Þórisvogs oe sudur ad Stáli. Þriðjung í ollum
vidreka. Vidreka fyrer Kolstada lanndi til Selár oc halfann matreka.
V aura af Brimnesi skal halft hafa þad prestur enn halft bondi.
Kirkjan á oc vervist á Sleitunausti med ollum afflutningi. Skogar-
teig milli Vijkurskála oc Brimness marks. Þangað bggja undir X
bæir ad allri skylldu eru þar í III bænhús. takast VI aurar af II
enn X aurar af einu. Þar skal vera prestur. Kluckur III, elldbera,
messoklædi, ad auk hokull, slopp, líkakrák, refilstubbar II, Kross
einn, merki II, halfmörk í bókum, krokstiku eina med jarn. Item
VI ær. Portio Ecclesiæ umm XI ár næstu IIII c oc mork. Item
forn tijund olukt V c oc XII aurar en Jón Magnússon seigist ecki
hafa tekid.“
„Hinn heilagi Olafur kongur i Seydarfirdi a II hluti i Þorar-
insstodum þar fylger kyr oc II ær, altarisklædi, II kluckur.“ (Fbr.
IV. bls. 224—225).
Eins og kirknaskrá Páls biskups ber með sér, hefur Dvergasteinn
verið byggður bær fyrir 1200, og þá er þar kirkja, sem prestur á
að þjóna. A Oddgeirsmáldaga sést, að Dvergasteinskirkja var
helguð Maríu guðsmóður og Vilóhinsmáldagi staðfestir það. Sam-
kvæmt Oddgeirsmáldaga sést, að Olafur helgi á tvo hluti í Þórar-
insstöðum og Vilchinsmáldagi telur það eins, en segir, að Ólafur
helgi í Seyðisfirði eigi hlutina í Þórarinsstöðum. Líklega hefur
bænhús eða hálfkirkja í Firði, sem oft var nefndur Seyðis-Fjörður,