Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 161
MULAÞING
157
Áður er bent á, að Ástríöur Þorvaldsdóttir holbarka hafi verið
kona ísólfs eða ónafngreinds sonar hans. Sonur þeirra var Ásbjörn
loðinihöfði, eins og áður getur, en kona Ásbjörns var Ingileif, og
var Ásbjörn síðari maður hennar. Áður hefur hún verið kona
þess manns, sem bjó í Krossavík fyrir norðan Reyðarfjörð, og var
Þorleifur kristni sonur þeirra (Kristnisaga). Yerður nú að hverfa
til Landnámu. Þar segir: „Þórir inn hávi ok Krumr, þeir fóru af
Vors til Islands, ok þá er þeir tóku land, nam Þórir Krossavík á
milli Gerpis ok Reyöarfjaröar. Þaðan eru Krossavíkingar komnir.“
Af þessari frásögn sést, að Bjólfur og Þórir hávi voru nágrannar
frá Noregi og að kynni hafa verið milli Seyðfirðinga og Krossvík-
inga. Þorleifur kristni hefur þá verið afkomandi Þóris, hins vegar
er óvíst, að Ingileif móðir hans hafi verið komin af Krossvíking-
um, þótt það geti verið. Nafnið á víkinni og Krossanesi, sem er þar,
vekur upp svipaða spurningu og Bjólfsnafnið. Engin örnefni í
Seyðisfiröi benda til heiðins átrúnaðar eða goðadýrkunar. Hins
vegar gætir slíkra nafna allt í kring, svo sem Hof í Mjóafirði, Hof
í Norðfirði og hofsheiti í Loðmundarfirði og Borgarfirði. Þess
verður að geta hér, að Böðvar hvíti forfaðir Síðu-Halls var frá
Vors. Að vísu bjó Böðvar á Hofi í Álftafirði. En þegar það er at-
hugað, að Þorleifur var kristinn, löngu áður en kristni var lögtek-
in, og var hálfbróðir Þórarins í Seyðisfirði og að Síðu-Hallur var
meðal frumkvöðla að kristnitökunni árið 1000, v.irðist, að viss
menningartengsl séu milli þessa fól'ks, sem fluttist frá Vors. Þá má
og geta þess, að Olöf móðir Gissurar hvíta var ættuð frá Vors.
Loðmundur og Böðvar hvíti, sem voru vel heiðnir, voru einnig
frá Vors. Um Loðmund er það víst, að hann var trúmaður mikill
á goð og göldróttur, og Böðvar hefur haft hof og sennilega dýrkað
sína guði þar. Auövitað er ekki hægt að fullyrða neitt um þessi
atriði, en benda má á, að vel gætu þeir Bjólfur og Þórir hávi hafa
► erið aðkomumenn á Vors, þótt talið sé, að þeir hafi flutzt þaðan,
og fóstbræðralag þeirra Loðmundar og Bjólfs hafi ekki staöið
Ijúpt, enda skildu leiðir þeirra, þegar þeir námu land.
Sonur þeirra Ásbjarnar loðinhöfða og Ingileifar var Þórarinn í
Seyðisfirði. Hann er kunnur aðeins vegna þess, að bræður hans
tveir eru kynntir sem bræður hans. Albróðir hans var Þorkell