Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 162
158
MÚLAÞING
svartaskáld. Einu kynni, sem við fáum af honum, eru í Droplaugar-
sonasögu og Fljótsdælu. Þar er hann kynntur með þessum orðum:
„Þá kom ofan um heiSi Þorkell bróSir Þórarins úr SauSarfirSi .. ..“
í Fljótsdælu er fjörSurinn kallaSur „SauSarfjörSur.“ Vísast til
sagnanna, eins og þessar sögur segja þær. ÞaS er skemmst af Þor-
keli að segja, að hann var í viðskiptaerindum til NorSfjarðar og
var á heimleið í fylgd með Helga Droplaugarsyni, er hann féll í
bardaganum á Eyvindardal 998, og Þorkell féll þar með Helga.
Þær skyndimyndir, sem sögurnar bregða upp af Þorkeli, varpa
Ijósi á kaupmanninn, drengskaparmann, öruggan í orustu og SeyS-
firðinginn, sem Kolskeggur segir, að hafi verið afkomandi ísólfs.
ÞaS er einvörðungu orustunni og ofstopamanninum Helga Drop-
laugarsyni að þakka, að við vitum, aS Þorkell var til og hvers kon-
ar maður hann var.
í Kristnisögu segir svo: „En fyrir AustfirSingafjórSung gengu
þeir til Hallur af SíSu ok Þorleifur úr Krossavík fyrir norðan ReyS-
arfjörð, bróðir Þórarins ór SeyðarfirSi. Ingileif var móðir þeirra.“
Þetta, að þeir bræður eru ættfærðir til móður sinnar, sýnir, að
þeir áttu ekki sama föður. Kristnisaga seg.ir svo frá stefnuför Digur-
Ketils að áeggjan Brodd-Helga. Sú saga er ýtarlegar sögð í Vopn-
firðingasögu og þar segir: „Eitthvert sumar er frá því sagt, að skip
kom út í VápnafirSi. Því skipi stýrði sá maðr, er Þorleifr hét ok
var kallaðr inn kristni. Hann átti bú í ReySarfirði í Krossavík ok
var stjúpsonr Ásbjarnar loðinhöfða . . . .“ VopnfirSingasaga segir
svo ýtarlega frá viðskiptum við Digur-Ketil og VopnfirSinga, og
verður það ekki rakið hér. Brodd-Helgi var sá, er hvatti til lögsókn-
ar á hendur Þorleifi, en hann var veginn 974 (annálar). Þorleifur
er því varla fæddur síðar en 950, líklega nokkru fyrr. Hann hefur
þá verið a. m. k. fimmtugur árið 1000. Digur-Ketill er tregur til
þess að heimta hoftollinn og segir, að Þorleifur sé vinsæll, og veit,
að málsýfing við Þorleif muni mælast illa fyrir. En þetta er í raun
og veru v.itnisburSur um, að margir Austfirðingar hafi þegar fyrir
974 verið kristnir eða a. m. k. hlynntir kristnum mönnum. Að vísu
brestur allar heimildir um, hvort Bjólfur og landnámsmenn í
Krossavík og Reyðarfirði hafi verið kristnir, en líkur eru fyrir því,
að svo kunni að hafa verið og að kristni hafi haldizt í ættum frá