Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 163
MÚLAÞING 159
þeim, þótt þeir hefðu ekki kirkjur og presta til venjulegs kristni-
halds og guðsdýrkunar.
Af Þórarni í Seyðisfirði ganga engar sögur, en það sýnir aftur
á móti það, að hann hefur ekki flækzt inn í róstur manna eða
vígaferli, en vafalaust hefur hann tekið sárt fráfall Þorkels bróður
síns. Líklega hefur Helgi Ásbjarnarson bætt hann fullum bótum
og Þórarinn ekki hugað á hefndir.
Að bræður Þórarins eru kenndir við hann í frásögnunum, bendir
til þess, að hann hefur verið mikilsvirtur og þekktur. Þó gæti ástæð-
an fyrir því verið sú, að Kolskeggur sonarsonur hans hafi mótað
frásagnirnar að því leyti. Um Ásbjörn Þórarinsson er ekkert kunn-
ugt annað en það, að hann var faðir Kolskeggs og Ingileifar ömmu
Finns Hallssonar lögsögumanns. Að vísu segir það sína sögu um
ættina og kynræturnar, en engin tök eru á að skrá þá sögu. Allar
heimildir vantar. Það, sem kunnugt er um Kolskegg, er það, að
hann sagði fyrir landnám á takmörkuðu svæði og hefur sennilega
ritað þá frásögn. Um það leyti, sem Kolskeggur ólst upp, hafa ver-
ið komnir prestar og kennimenn víðsvegar um landið og því senni-
legt, að ungir menn hafi getað lært að lesa og skrifa, þótt ekki fari
rniklar sögur af því. Við höfum séð, að þeir, sem skráðu sögur,
skráðu ekki um annað efni en deilur, vígaferli og aðra slíka við-
burði, öll önnur vitneskja fæst aðeins sem aukaefni, þar með ætt-
færsla söguhetjanna o. fl.
Landnámuhöfundi þeim, sem færði í sögu landnám Hrollaugs
Rögnvaldssonar Mærajarls, hefur þótt sögnin um gjafir þær, sem
Haraldur konungur sendi Hrollaugi, það merkileg, að hún yrði
að geymast. Gjafir þessar voru „sverð ok ölhorn ok gullhring þann,
ej vá fimm aura. Sverð þat átti síðar Kolr, sonr Síðu-Halls. En Kol-
skeggr inn fróði hafði sét hornit.“ Þessari sögn er það að þakka,
að við vitum um samband Kolskeggs við n.iðja Hrollaugs, en hann
var afi Þórdísar móður Síðu-Halls. Sonur Kols var Oddur sá, er
höfundur Heimskringlu segir hafa lagt Ara fróða til heimildir að
sögu Noregskonunga. Oddur Kolsson og Kolskeggur fróði hafa
verið á svipuðum aldri, fulltíða á fyrri hluta elleftu aldar. Af því
verður augljóst, og svo af sögninni um, að Kolskeggur hafi séð
ölhornið, að þessir menn hafa verið kunnugir. Báðir hafa þeir sögu