Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 165
MÚLAÞING
161
inu nokkum árum eftir að Vilchinsmáldagi var gjörður og gekk
yfir Austurland 1403—1404. Búast má við, að hann hafi höggvið
skörð í Seyðfirðinga eins og aðra. Þó er engin vitneskja um það.
Engin bréf eða gjörningar þekkjast úr Seyðisfirði á þeim tíma.
Hins vegar virðist við athugun á fornbréfum, að mannfall sums
slaðar á Austurlandi hafi ekki verið svo mikið, að til aleyðingar
teljist. Þjóðsögur og annálar munu gera meira úr mannfallinu en
var.
Engar heimildir eru svo kunnar um Seyðisfjörð fyrr en Stefán
Jónsson biskup gerði Dvergasteinkirkjumáldaga sennilega 1493.
Þessi máldagi er í öllum aðalatriðum samhljóða Vilchinsmáldaga
nema álagið, sem nú er metið, var aðeins mörk „uppá nokkur ár.“
Virðist hagur kirkjunnar hafa batnað verulega, þegar litið er á
þetta og ekki voru taldar útistandandi tíundir. Bæir voru 10 eins
og áður og á þremur bæjum bænhús. (Fbr. VII. bls. 24).
Arið 1494 gekk síðari plágan yfir, og af máldaga, sem Stefán
biskup gjörði nokkru síðar, sést, að hún muni hafa höggvið stór
skörð í Seyðfirðinga. Þegar sá máldagi var gjörður, voru aðeins
4 bæir í sókninni og tekjur af þeim aðeins 7 álnir. Auðséð er ,að
á 6 bæjum hefur fólkið dáið eða flutt burt, það, sem eftir kann að
hafa lifað. (Fbr. VII. bls. 24).
Séra Halldór Gíslason á Desjarmýri segir í upphafsgrein í ann-
ál sínum, að sumir segi, að eftir þessa plágu hafi í Múlasýslum
lifað aðeins presturinn í Möðrudal og ein stúlka í Mjóafirði. Þetta
o-ru sannanlega ýkjur, því að benda má á allmargt fólk, sem lifði.
En við sjáum á máldaganum, sem hér getur áður, að í Seyðisfirði
' ar mannfall mjög mikið. Þannig var það víðar, en við athugun
sést, að mannfallið hefur ver.ið misjafnt í hinum ýmsu byggðar-
lögum. Þess er nú ekki að vænta, að miklar sögur gangi á næstunni
af Seyðfirðingum.
Af bréfi gjörðu 1. og 2. júlí 1498 sjáum við, að Grímur bóndi
Pálsson sýslumaður á Möðruvöllum lét Narfa prior Jónsson á
Skriðuklaustri fá Brimnes metið 16 hundruð og Austdal metinn á
8 hundruð í skiptum fyrir jarðir á Norðurlandi, sem klaustrið átti
þar. (Fbr. VII. bls. 393).
Grímur var sonur Páls Brandssonar sýslumanns á Möðruvöllum,