Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 167
MÚLAÞING
163
mun þaS ver afbökun. Það sýnist augljóst, að Haveystaðir er
nafnið, en að líkindum á að vera n þar sem v er í nafninu og að
heiti jarðarinnar hafi þá verið Haneystaðir = Hánes-staðir. Ef
nafnið er rétt í máldaganum, ætti undirlendið, sem bærinn stendur
á, að hafa heitið Hánes, og gæti það verið. Hánefsstaðáheitið gæti
hafa orðið til vegna þess, að einhverjum kann að hafa fundizt eðli-
legra, að bæjarnafnið væri dregið af fjallinu, sem bærinn stendur
undir, en það hefði þá heitið Hánef, sem mér sýnist eðlilegra, og að
fjallsnafnið Hánefsstaðafjall hafi orðið fyrst til, eftir að bærinn
var byggður.
Engar heimildir eru til um það, hvenær og hvernig Hánefsstaðir
komast í eigu Þykkvabæjarklausturs. Vafalaust hafa Hánefsstaðir
verið meðal eigna afkomenda Isólfs á fyrstu tímum byggðar í
firðinum.
Máldaginn, sem getur hér að framan, var gjörður af Ogmundi
Pálssyni biskupi í tíð Kollgríms Koðránssonar ábóta 1526 í
Þykkvabæ (Fbr. IX. bls. 190). Kollgrímur ábóti var áður prestur
á Valþjófsstað.
Þess er getið hér áður, að síðari plágan 1494 hafi leikið Seyðis-
fjörð grátt. Dvergasteinskirkja hefur þá að sjálfsögðu einnig liðið
við þau áföll, sem gengu yfir söfnuðinn. Við sjáum af því, sem get-
ur hér að framan, að flestar jarðir í firðinum hafa verið í eigu
auðmanna og bændur því flestir leiguliðar, sem lítið hafa getað
styrkt kirkjuna. Enda ber dómur, sem kveðinn var upp á Skriðu-
klaustri 1526, þess augljóst vitni.
I dómi þessum, sem Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup nefndi,
sátu þrír prestar og þrír lögréttumenn. Samkvæmt dómsúrskurðin-
um hefur kirkjan verið fallin og allur búnaður hennar eyðilagð-
ur og innstæður tapaðar. Prelátarnir, prior Þorvarður Helgason á
Skriðuklaustri og séra Jón Markússon prófastur í Vallanesi, báru
það, að „enginn reikningsskapur hafi staðinn verið í þeirra minne.“
Állan þann tíma hefur auðvitað enginn prestur verið á Dvergasteini.
Ilómendum sýndist eigandi jarðarinnar enga afsökun hafa. Kaupa-
hlutinn var metinn 12 hundruð. Þeir dæmdu því erfingja Fúsa heit-
ins til að gjalda kirkjunni allt, sem uppá vantaði, eins og átti að
vera. (Fbr, IX, bls. 371). Fúsi heitinn, sem verið hafði eigandi