Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 169
MÚLAÞING
165
fjall, Sörlastaðaá, HánefsstaSa- og SörlastaSa-dalur (sem er sami
cialur) eru vafalaust síSari tíma nöfn en frá landnámsöld. Allt er
þetta svo áberandi, aS þessum landójöfnum hafa vafalaust veriS
gefin nöfn undireins og áSur en bæir voru byggSir á jörSunum.
Þessi nöfn stinga mjög í stúf viS aSrar nafngiftir í firSinum, og
svo er raunar einnig um Brimnesfjall, þótt þaS sé eSIilegra heiti.
HLAUP Á HVANNSTÓÐSDAL
HvannstóS er innsti bær í BorgarfirSi, en Hólaland hinn næst-
innsti, og skiptir FjarSará löndum þeirra. Kemur hún eftir dal
þeim, er gengur vestur úr BorgarfirSi innst og nefnist Hólalands-
dalur norSan ár, en HvannstóSsdalur sunnan. Einhvern tíma í
fyrndinni, meSan land var enn mikiS vaxiS skógi, bjó bóndi sá á
Hólalandi, er öfundaSist mjög yfir slægjulöndunum á HvannstóSs-
dal, en Hólalandsmegin á dalnum var skóglendi mikiS.
Asótti öfundin hann jafnan mest á sumrin, er allt stóS í blóma
og þá svo mjög, aS hann mátti oft eigi haldast í rekkju sinni um
nætur. Þá gekk hann inn dalbrúnina, þar til hann var kominn á
móts viS fegursta engjablettinn HvannstóSsmegin. Settist hann þar
riiSur og mændi öfundaraugum yfir um dalinn. Þar kom aS lokum,
að honum nægði ekki lengur að horfa á þetta fagra engi. Þá var
það einhverja nótt, að hann gekk inn dalbrúnina, fyrir dalbotninn
og út brúnina Hvannstóðsmegin, unz hann var staddur upp af því
landsvæði, er hann öfundaðist mest yfir.
Settist hann niður þar á brúninni og horfði niður yfir dalinn.
Tók hann þá eftir lítilli sprungu í brúninni, þar sem hann sat.
GerSi hann sér lítið fyrir og spyrnti fæti í sprungubarminn. Féll
þá spilda mikil úr brúninni, framan við sprunguna og hljóp alla
leiS niður í á.
Þegar HvannstóSsbóndinn kom ofan morguninn eftir, varð hon-
um litið til dalsins og sá þá, að ófært hlaup var fallið yfir beztu
engjaskákina á dalnum og allt niður í á. Var ekki aðeins, að bezta
engið væri horfið, heldur var og heyi ónáandi innar af dalnum vegna
hlaupsins. Grunaði HvannstóSábónda, af hvers völdum spjöll þessi
væru, en fékk ekki að gert. En til að hefna sín lagði hann það á,
að aldrei skyldi verða hagspakt fé á Hólalandi, og hefur svo reynzt
jafnan síðan.
Eftir sögn Eyjóifs Hannessonar, en hann heyrði söguna oft sagða
í æsku. Sigurður Ó. Pálsson.