Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 170
ÁRMANN HALLDORSSON:
Með hesta og kver
HaustiS 1868. Inni í svefnhúsi hjónanna á Bóndastöðum í Hjalta-
slaðaþinghá situr gestur. Sá er presturinn á HjaltastaS, séra Jakob
Benediktsson, kominn í húsvitjun. Þær ferðir fer hann á hverjum
vetri, og þaS veitir ekki af að byrja tímanlega og ýta börnunum af
stað til að læra utan að torvelda bók, Lærdóms-bók í Evangeliskum
Kristilegum Trúarbr0gdum eftir Balle biskup á Sjálandi; einnig
þarf að huga að lestrarkunnáttu og jafnvel að ganga úr skugga um,
hvor öll heimili búi svo að prentuðu máli, að finnanlegt sé á bæn-
um bókarkorn til lestrarkennslunnar. Prestur þarf aS fara þó nokk-
uð víða, hann þarf að koma á alia þá bæi í Hjaltastaða- og EiSa-
þinghá, þar sem börn eru, komin svo til vits og ára, að tiltækilegt
þyki að hefja tileinkun þess lærdóms, sem breytir ungum og sak-
lausum barbara í fullgildan borgara í kristilegu þjóðfélagi. Fyrri
part vetrar gefst líka helzt tóm frá umfangsmikilli búsýslu til hús-
vitjunarferða, fé í haga og hestar, miðsvetrarhörkur ekki farnar
að kreppa að, en þá er vísast fyrir búsýsluklerk að halda sig heima
og fylgjast með daglegum stöfum mistrúrra hjúa.
Á BóndastöSum bjuggu hjónin Jón Björnsson Björnssonar Skúla-
sonar, sem Skúlaætt er kennd við, og Þuríður Andrésdóttir frá
Geitavíkurhj áleigu í BorgarfirSi. Jón bóndi hafði bú allgott og
veitti ekki af, því að hann átti allþungum hala að veifa. Börnin
voru sex og þrjú gamalmenni. Feður hjónanna beggja voru þar,
Andrés faðir ÞuríSar og Björn faðir Jóns. Björn var um sextugt,
„söngmaSur og spilaði mikið á langspil og smíðaði þau, hagleiks-