Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 171
MÚLAÞING
167
maður mikill,“ segir séra Einar í Ættum Austfirðinga. Svipað er
þar sagt um gamla Björn Skúlason, sem lá þar, háaldraður og kar-
lægur orðinn, undir súðinni í baðstofuhorni að loknum umsvifum
ævinnar, búskap á fleiri jörðum og í fleiri sveitum en títt var:
Bárðarstöðum í Loðmundarfirði, Dvergasteini, Selstöðum og Br.im-
nesi í Seyðisfirði og auk þess í Mjóafirði, Norðfirði og Borgar-
firði „oft ekki nema ár í stað,“ segir séra Einar. Nú var hann hætt-
ur að taka til hendinni að öðru leyti en því, að hrísvönd á all-
löngu skafti hafði hann í seilingarfæri og notaði hann til að slangsa
til sonar-sonar-sona sinna, er þeir ærsluðust á pallinum, svo að úr
hófi keyrði. Einkum varð sá elzti, Björn, fyrir aðkastinu og ekki
að ástæðulausu, því að hann var ertinn við yngri bræðurna og
launar gamla manninn líka, sem hafði af einhverjum ástæðum
andúð á þessum unga nafna sínum og þótti illt, ef höggin geiguðu.
— Verið þér ekki að slá til hans Bjössa litla, faðir minn, segir
öldungurinn Björn næstelzti, hann á það ekki skilið, því það mun
sannast, að hann mun verða kynsælastur allra okkar afkomenda.
Þessi spá mun hafa rætzt. Ef til vill hafa Birni Björnssyni verið
fleiri vöggugjafir gefnar en að framan greinir.
Enda þótt litli Björn, eða Bjössi eins og hann var kallaður hinn
ungi sveinn, frumburður Bóndastaðahjónanna, væri ekki nema tíu
ára gamall, kunni hann allmikið í því, sem börnum er skylt að læra
undir fermingu, og hann var fluglæs orðinn. Séra Jakob var venju-
lega fljótur að láta í ljós skoðanir sínar, ör í lund, maður ódulur á
yfirborði, hvort heldur var gott eða illt í efni. Nú var hann ánægð-
ur og lét í ljós velþóknun:
— Þú kemur til mín til spurninga á föstunni í vetur.
Þá var það ákveðið, klerkur kunni ekki við málalengingar eða
viðbárur.
Nú elnar stráksa móður. Það orð lék á, að séra Jakob væri rögg-
samur lærifaðir og agi hans, er hjá honum dvaldi krakkafans úr
tveim sveitum á tímabilinu frá lönguföstu til hvítasunnu, ekkert
kák. Tilhugsunin um fyrstu heimanför er stór stund í lífi tíu ára
sveitadrengs, blandin tilhlökkun og kvíða í senn, en nú sprettur
séra Jakob upp úr sæti sínu, kveður í skyndingi, og von bráðar er
hann riðinn. Hann hefir tvo til reiðar og ber fljótt yfir. Harður og