Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 173
MULAÞING
169
aga sínum kunni hann hóf og beitti honum ekki að óþörfu. Hann
var skemmtinn í kennslustundum, oft laus við þululærdóminn, spjall-
aði um alla heima og geima. I góðu veðri fór hann stundum með
strákana út á tún og lét þá glíma, sagði þeim stundum til, kenndi
brögð, settist svo á þúfu, hló og skemmti sér, þegar þeir böðluðust á.
Hann átti að vísu til annað fas, en þess gætti lítt við börn, fremur
v.ið fullorðna, bæði heimilisfólk og út í frá. Við þá lét hann stjórn-
ast af tilfinningum, þegar svo bauð við að horfa, og jrá gat orð-
bragðið orðið stórkostlegt og miður prestlegt á stundum. Hann var
laus við væmni og yfirskin, kom jafnan til dyranna eins og hann
var klæddur. Sum sóknarbörnin kölluðu hann Mera-Kobba, þegar
hann heyrði ekki til.
Vorið 1871 varð Birni Jónssyni jafnan minnisstætt. Mannskæð
taugaveiki barst í sveitina, og þegar hún hafði lokið sér af og var
liðin hjá, var víða skarð fyrir skildi. Einkum þó á Bóndastöðum;
þar skipti óvægilega um heimilishagi. Heimilisfaðirinn Jón, maður
á bezta aldri var fallinn frá, og einnig varð Björn faðir hans veik-
inni að bráð. Björn dó á laugardagskvöldi og Jón morguninn eftir.
Dapurlegur sunnudagsmorgunn og þungt að hyggja til framtíðar-
innar fyrir ekkjuna Þuríði með sex börn, það elzta tólf ára, og undir
súðinni í baðstofukorninu lá enn Björn gamli Skúiason og óskaði
þess nú óstyrkum og klökkum gamalmennisrómi, að það hefði verið
hann, er frá féll, botnar ekkert í Guði sínum. Um sumarið var hann
fiuttur út í Kóreksstaöi og dó þar sem kristfjármaður ári síðar,
þessi gamli útskurðarmaður og langspilar.i og hafði tvo um nírætt.
Þuríður á Bóndastöðum bjó með börnum sínum eitt ár eftir frá-
fall Jóns. Lengur treysti hún sér ekki til að sitja jörðina, og var þá
búskapnum hætt. Heimilið sundraðist. Sjálf hafði hún yngsta barnið
með sér í vist, en hin fóru í fóstur á ýmsa staði um Uthérað.
Og nú á leið Bjössa aftur í Hjaltastað, til frekari kynna við séra
Jakob. Hann réðst þangað sem snúningur árlangt og stússaði mikið
við liesta prests.
Dag nokkurn vakti séra Jakob hann snemma nokkuÖ ærið hvat-
skeytlegur og skipaði honum að sækja hesta. Strákur á band og
var kominn aftur eftir litla stund. Prestur stóð á hlaðinu, þegar
hann kom og segir: