Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 176
172
MÚLAÞING
hefur aldrei annan tíma til lestrar en kvöldið, þótt hann sé svo
kvöldsvæfur, að hann megni ekki að halda höfði, þegar líður á
vökuna? Já, verði þér til sóma! Nei, það er þér til skammar. Eða þá
þessi stúlkukind, sem ég var að spyrja hérna áðan. Það skaltu vita,
að þá helvítis skepnu fermi ég ekki í vor.
Stórorðasamur var hann. Og náttúrlegur. Eins og landið, sem
hann ól. Eðli þess bjó í honum — eðli snöggra veðrabrigða.
Ferming var á þessum tíma tvennt, kirkjuleg athöfn og próf. Eink-
unnir voru ekki gefnar, en röð barnanna á kirkjugólfinu skyldi vera
vitnisburður um kunnáttu.
A hvítasunnudag vorið 1871 rættist sá metnaðardraumur, er
Bjössi frá Bóndastöðum hafði alið hið innra með sér, allt frá því
að hann átti hina fyrstu viðræðu við séra Jakob í baðstofunni heima
á Bóndastöðum. Hann varð efstur í drengjaröð við ferminguna.
Nokkurra vetra kapphlaupi var lokið með sigri, og hann naut sig-
ursins í ríkum mæli, fyrst og fremst vegna þess að baráttan var hörð.
Hann hafði styrjaldarskap.
Séra Jakob hætti prestsskap á Uthéraði 1874 og kom mátulega
vestur í Víðimýri í Skagafirði til að jarða Bólu-Hjálmar. Nokkrum
árum síðar fékk hann Glaumbæ, þar sem minjasafnið er nú í gamla
bænum, hjó þar og þjónaði til ársins 1894. Þá var hann orðinn 76
ára og hætti prestsskap. Ári síðar fluttist hann aftur austur á Hérað,
enda voru börn hans og barnabörn flest á þeim slóðum, keypti Hall-
freðarstaði og var þar til æviloka 1910.
Björn Jónsson, lærisveinn hans og léttadrengur, átti eftir að hafa
nokkur kynni af séra Jakobi eftir ferminguna, en ekki urðu þau
kynni svo náin, að honum þættu frásagnarverð á efri árum, fyrir
utan eitt samtal, er prestur átti við hann skömmu eftir ferminguna.
Þá var Björn smali á Unaósi, en sendur í Hjaltastað einhverra erinda.
Frá því samtali og hugleiðingum út frá því sagði Björn á þessa
leið:
— Þetta samtal situr í mér enn sem hvort tveggja í senn, hug-
næm minning og sár broddur. Það var bjartur sumardagur, og hann
sagði við mig hugsandi og nokkuð seinlega:
— Þú átt ekki að verða smali. Skólagatan, það er þín gata.
Stóð ég þarna við vegamót? Vissulega. En hitt var jafnvíst, ég