Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 179
Bókaskraf
ejtir Sig. Ó. Pálsson og Ármann Halldórsson.
AUSTURLAND. Safn aust-
firzkra frœða.
Árið 1964 kom út VI. og, að því er
hermt er, síðasta bindið í ritsafninu
Austurland — safn austfirzkra fræða,
sem Austfirðingafélagið í Reykjavík
(Sögusjóður Austurlands) og Aust-
firðingafélagið á Akureyri (Sögu-
nefnd) hafa staðið að síðan 1947.
Ekki má minna vera en þessa rit-
safns sé getið að nokkru hér í Múla-
þingi, svo merkilegt sem það er og
gott framtak þeirra manna, er hafa
haldið því uppi af drengskap og fórn-
fýsi. Ekki verður það þó ritdæmt í
þessum línum, en mér þykir rétt og
viðeigandi að rekja feril þess og efni
lítillega, slíkur fróðleikur sem þar er
saman kominn um sögu Austurlands
°g þjóðfræði úr landshlutanum.
Einnig til að vekja athygli á því sem
heimild um fjölmarga þætti aust-
firzkrar sögu, heimild sem tæpast
verður gengið fram hjá, þegar um
efni af þessu sviði er fjallað af öðr-
um mönnum.
Fyrsta bindið1) kom út 1947 og
hefst á kvæði, Austurland heitir það,
eftir Sigurð Baldvinsson. Síðan er
formáli Halldórs Stefánssonar fyrrum
1) Utg.: Sögusjóður Austfirðinga.
Aðalumboðssala: Bókaútgáfa Þor-
steins M. Jónssonar, Akureyri.
alþm. Norðmýlinga, þar sem hann
gerir grein fyrir stefnu og hlutverki
útgáfunnar. „Áformað er,“ segir hann,
„að safna til útgáfunnar sem flestu
um Austurland og sögu þess, án þess
fyrirfram að skipa því til kerfis eða
heildar." Síðan gerir hann grein fyrir
væntanlegum efnisþáttum í 12 liðum,
m. a. þessu: Almenn saga og einstak-
ir söguþættir; lýsing lands, einstakra
byggða og staða; saga einstakra
byggðarlaga, kaupstaða, kauptúna,
sveita, sögustaða og höfuðbóla; al-
menn atvinnusaga og lýsing atvinnu-
hátta; félagsmálasaga og lýsing al-
menningshaga; stjórnmálasaga og frá-
sagnir af einstökum stjórnmálavið-
burðum; persónusaga og ættfræði;
bókmenntasaga; þættir af kirkjuleg-
um málefnum og prestaævir; ferða-
sögur erlendra og innlendra manna
um Austurland; myndasöfnun ein-
stakra staða, mannvirkja og manna.
Fyrsta ritgerðin er eftir Halldór
Stefánsson, yfirlitsgrein um Austur-
land, m. a. „hversu breytilegt það
hefur verið og mismunandi á ýmsum
tímum,“ en Austurland hefur stund-
um átt það til að þenjast út bæði til
norðurs og suðurs, norður fyrir Langa-
nes og allt suður til Fúlalækjar. Þess
á milli skreppur það saman, Langa-
nes hverfur til Norðurlands og Skafta-