Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 180
176
MÚLAÞING
fellssýslur í heild eða pörtum til
Suðurlands. Ritgerðinni lýkur með
fjarða- og kirknatali úr handritasafni
Arna Magnússonar.
Næst er ágrip af sögu Austurlands
eftir Jón prófast Jónsson í Bjarnar-
nesi, prentuð eftir Austra 1884. Þetta
mun vera fyrsta viðleitni til ritunar
sérstakrar heildarsögu Austurlands.
I þriðja lagi er Austfjarðalýsing
eftir Guttorm Pálsson prófast í Valla-
nesi gerð um 1856, landfræðilegt yfir-
lit, sagt frá sjávarstraumum, fjallveg-
um, tíðarfari og bjargræðisvegum í
fjórðungnum.
Þá er stutt ritgerð um Austfirð-
inga eftir Pál Vigfússon kand. phil.
bónda á Hallormsstað, síðan nokkrar
sóknarlýsingar frá 1840, Hofssóknar í
Vopnafirði, Hallormsstaðasóknar og
Hólmasóknar.
Síðasta ritgerðin í þessu bindi
fjallar um Jökuldalsheiðina og byggð
þar eftir Ilalldór Stefánsson, sagt frá
staðháttum, býlum og fólki „hæstu
byggðarinnar á landinu og jafnframt
fjölsetnustu og langstæðustu af sam-
stæðum og sambærilegum hálendis-
byggðum." (H. St.). Landnám í heið-
inni hófst 1841 og fólk, þegar flest
var, um 120 sálir. Það mun margra
mál, að þessi ritgerð sé í fremstu
röð byggðasagna.
Annað bindi1) kom út 1948. Þar
skrifar Halldór Stefánsson um land-
nám í Austfirðingafjórðungi allt frá
Langanesi til vesturtakmarka Vestur-
Skaftafellssýslu. Aðra ritgerð á hann
þar um goðorða- og þingaskipun í
Austfirðingafjórðungi og hina þriðju
um Hrafnkelsdal og byggðina þar.
í) Sami útg. og sama aðalumboðs-
sala og 1. bindis.
Þá er þáttur af Hallgrími Ásmunds-
syni, Stóra-Sandfelli, eftir Benedikt
Gíslason frá Hofteigi ásamt tveim
kvæðum Hallgríms. Að lokum end-
urminningar Bjarna Jónssonar kenn-
ara frá Þuríðarstöðum frá árunum
1886—1890.
Ritstjórar tveggja fyrstu bindanna
eru Halldór Stefánsson og Þorsteinn
M. Jónsson.
Þriðja bindið1) kom út 1951. Þar
er fyrst byggðasaga Papeyjar eftir
Eirík Sigurðsson skólastjóra á Akur-
eyri og Halldór Stefánsson. Þá koma
Þættir um menn og viðburði, löng
ritgerð eftir Halldór Stefánsson. Þar
segir frá Þinghöfða- og Þórsnesfund-
um Múlsýslunga á tímabilinu 1850—
1880, tilraunum til siglingar á Lagar-
f 1 jótsós fyrir aldamótin, sakamáli
Sesselju Loftsdóttur og munnmæla-
sögum af Hamra-Settu frá 16. öld,
frásagnir af Gissuri og Guðrúnu í
Vatnsdalsgerði í Vopnaf. og börnum
þeirra frá 18. og 19. öld, þáttur af
Jóni almáttuga (f. 1742) og Illuga
syni hans, þáttur um Jón Finnbogason
á Ásunnarstöðum frá 19. öld, helför
Stefáns Magnússonar bónda á Þver-
hamri til Noregs og frá Kristínu ríku
Sturludóttur ekkju hans frá 18. öld.
Næstir koma Sagnaþættir eftir Sig-
mund Matthíasson Long, sem lengst
af var búsettur í Eiðaþinghá, fæddur
í Loðmundarfirði 1841. Sigmundur
segir þar m. a. frá Þórði Gíslasyni á
Finnsstöðum (18. og 19. öld), Gísla
Gíslasyni Wíuni (19. öld), Pétri Pét-
urssyni Jökli (f. 1889), séra Vigfúsi
Guttormssyni í Ási, Sögu-Guðmundi
Magnússyni á Bessastöðum (19. öld),
!) Gefið út að tilhlutan Sögusjóðs
Austfirðinga. Bókaútgáfan Norðri.