Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 181
MÚLAÞING
177
Hrekkja-Erlendi Árnasyni á Héraði
(18. öld), Olafi Ólafssyni kunningja
(19. öld). Fjöldi annarra manna kem-
ur við sögu í þessum þáttum Sig-
mundar.
Þá eru 2 þættir eftir Björn Þor-
kelsson í Hnefilsdal, sá fyrri um sam-
gönguhætti á Héraði og hinn um
menn og málefni í Hjaltastaðaþinghá
á árunum 1890—1900. Sigurður Vil-
hjálmsson skrifar um Hermann Jóns-
son í Firði, Bjarni Sigurðsson um
Þórð Eiríksson á Vattarnesi og Sig-
urður Baldvinsson um Steindór Hin-
riksson á Dalhúsum.
Þessu bindi stýrði sérstök ritnefnd
skipuð Halldóri Stefánssyni, Sigurði
Baldvinssyni og Bjarna Vilhjálms-
syni.
I fjórða bindi1), sem út kom 1952,
á Halldór Stefánsson langa grein um
sögu Austurlands á 19. öld. Er þar
ágrip verzlunarsögu, ságt frá útflutn-
ingi lifandi sauðfjár til Skotlands,
viðgangi búskapar, búbótarfélögum
og framfaraviðleitni, árferði, þjóðhá-
tíðum á ýmsum stöðum austanlands
1874, öskufallinu árið eftir og Amer-
íkuferðum, námsferðum til búnaðar-
náms erlendis, stofnun búnaðarskóla
á Eiðum, útgerðarbaksi Héraðsbúa,
sjósókn á Austfjörðum og hvernig
hún þróast í sjálfstæða atvinnugrein
án stuðnings við landbúnað, hákarla-
veiðum m. a. á þilskipum, hvalveið-
um Ameríkumanna og Norðmanna,
síldveiðum Norðmanna og íslend-
inga á Seyðisfirði og víðar um Aust-
urland, vexti kauptúna o. fl., svo sem
heimilisiðnaði, kvennaskólum á Eski-
firði og Seyðisfirði, snjóflóðum,
blaðaútgáfu, fríkirkjuhreyfingu, amts-
^) Sömu útg. og III. b.
bókasafninu í sambandi við stofnun
Austuramtsins 1892 og sjúkrahús-
stofnun á Seyðisfirði.
Þá skrifar Halldór stuttan þátt um
Víkur við Borgarfjörð, býli þar og
landshætti, og annan þátt um ætt-
stofna á Austurlandi.
Eiríkur Sigurðsson ritar um hjónin
Jón Markússon og Valgerði Ölafs-
dóttur, er bjuggu í Eskifelli, afdal inn
af Lóni, laust fyrir miðja 19. öld í
„nábýii“ við Víðidalsbændur.
Ritnefnd fjórða bindis skipa Hall-
dór Stefánsson, Bjarni Vilhjálmsson
og Jón Ólafsson.
Fimmta bindið1) kom út 1958. Allt
bindið, nokkuð á fjórða hundrað síð-
ur, er skrifað af Halldór Stefánssyni,
og er þar samfelld saga Austurlands
frá 930—1800. Er þá saga Halldórs
öll komin fram að 1900, þar sem 19.
öldin er í fjórða bindi, sem fyrr segir.
Sjötta og síðasta bindi2) þessa rit-
safns er svo bókin Austfirzk skáld og
rithöfundar •— bókmenntasaga Aust-
urlands frá öndverðu fram yfir alda-
mót — eftir dr. Stefán Einarsson.
Yngsta skáld þar á þingi er Magnús
Stefánsson (Órn Arnarson) f. 1884.
Ritið skiptist í 7 aðalkafla: Fornöld,
Kristni, Sigurður blindur, Sálma-
skáld eftir siðaskipti, Veraldleg skáld
á 17. öld, 18. aldar skáld, Skáld 19.
aldar og síðar. Síðan er ritdómur höf.
um austfirzk ljóð 73 höfunda —
Aldrei gleymist Austurland — er
Helgi Valtýsson safnaði og Norðri
gaf út 1949. Að lokum nafnaskrá.
Stuttar greinar um 100 skáld eftir
1) Útg. Bókaforlag Þorsteins M.
Jónssonar, Akureyri.
2) Útg. Bókaforlag Odds Bjömsson-
ar, Akureyri.