Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 184
180
MÚLAÞING
ið, fyrr en öll kurl eru komin til
grafar.
Bókin hefði ef til vill ekki orðið
læsilegri en hún er, hefði þannig verið
að unnið, en þjóðlegur fróðleikur er
nú ekki skemmtilestur eingöngu,
heldur annað og meira.
En hvað sem um þetta má segja tel
ég feng að þessari bók.
Því verður ekki neitað að hún er
heimild um mikinn viðburð og þar að
auki nokkur þjóðlífsmynd.
S. Ó. P.
Svava Jakobsdóttir: 12 KON-
UR. Almenna bókajélagiS
1965.
Alltaf hef ég tilhneigingu til að
standa með þeim rithöfundum, sem
hafa kjark til að gefa út bók, án þess
að drífa upp á mann pappírsbunka á
við meðal töðufang.
12 konur eftir frú Svövu Jakobs-
dóttur er ekki stór bók, aðeins 88
blaðsíður, en hefur þó að geyma 12
þætti, stutta.
Eins og nafnið bendir til, fjallar
bókin fyrst og fremst um konur, kon-
ur á öllum aldri, telpur, ungar stúlk-
ur. fullorðnar konur.
Þetta eru engar sparikonur, heldur
venjulegar konur glímandi við vanda-
mál hversdagsins, hver á sinn hátt í
gleði og sút.
Ljósi er brugðið yfir þröngt, af-
markað svið. Það, sem utan þess
liggur, skiptir ekki máli.
Að lesa þessa bók er eins og að
skoða myndir teknar í sterkri birtu,
sem kemur frá einni hlið og veldur
skörpum birtuskilum.
Þættirnir eru sem sé ákaflega mynd-
rænir. Höfundur er ekki beinlínis að
segja sögu, heldur að reyna að höndla
augnablikið, henda myndina á lofti,
festa hana á pappírinn með fáum
dráttum. Þetta er vandasöm aðferð,
enda tekst höfundi ekki nema stund-
um að tjá sína innri sýn til fulls.
Þættirnir eru ritaðir í ljósi mjög
persónulegrar skynjunar, svo mjög,
að oft verður höfundi ofraun að koma
sinni skynjun á framfæri við lesand-
ann, nema að nokkru leyti.
Hins vegar eru beztu myndirnar
svo vel teknar, að þær halda áfram
að svífa manni fyrir hugskotssjón-
um löngu eftir að lestri er lokið.
Beztu þættirnir eru að mínu viti:
Faðir minn í kví kví. Það var barn í
dalnum og Merkið.
I fyrst talda þættinum er á eftir-
minnilegan hátt gripið á aumu kýli,
svo að menn hljóta að hrökkva við,
nema þeir séu bæði blindir og heyrn-
arlausir á mannleg örlög.
I Ijósi þeirrar skoðunar, að hók
skuli dæmast eftir því bezta, er hún
flytur, vil ég halda því fram, að þetta
litla kver eigi fullt erindi til manna.
S. Ó. P.
ÚR SYRPU HALLDÓRS
PÉTURSOONAR.
Ægisútgáfan, Reykjavík,
1965.
Þetta er önnur bók Halldórs Pét-
urssonar, en fyrir nokkrum árum rit-
aði hann hók um ættarfylgju sína og
um leið einhverja stórbrotnustu og
tilþrifamestu persónu í sveit ís-
lenzkra drauga, Eyjasels-Móra, hinn
efnafræðilega tilbúna skelfingavald og
manndrápara.
Hér kveður að vísu við annan tón.
Þó er efni þessarar bókar eins og