Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 185
MULAÞING
181
liinnar fyrri sótt á slóðir liðinnar
tíðar, en hún er öll í mannheimum.
Ur syrpunni eru teknir 9 kaflar. I
þeim fyrsta er fjallað um tilhalds-
manninn og umferðatrúðinn Halldór
Hómer, er fyrr hefur verið skrifað um
og þó fleira talað, jafnvel enn í dag,
þótt nú sé alllangt liðið, síðan hann
„gafst upp á rólunum". Annars hefur
það fallið úr að geta ártala í lífi Hall-
dórs, en Ásmundur Helgason frá
Bjargi telur hann fæddan kringum
1840, og ætli hann hafi ekki lifað
fram um eða yfir aldamót. I þættinum
er að vísu lögð aðaláherzla á að skýra
og túlka persónugerð förumannsins,
en vel hefði farið á að segja nánar
frá lífsferli lians í tímaröð, einkum að
geta þess, hvernig og með hverjum
hætti dauða hans bar að höndum.
Halldóri ferst annars vel við nafna
sinn, telur hann hafa borið skrípis-
gervi sitt af hagkvæmum ástæðum sér
til brautargengis í lífinu, af ráðnum
hug, en engum fálkahætti, svo sem
almenningur og a. m. k. sumir, sem
um hann hafa skrifað, hafa hingað til
talið. Þetta kann rétt að vera, en svo
vel hefur hann þá gróið í gervi sitt,
að enginn véit nú gerla, hvort undir
bjo annar persónuleiki, énda leitaði
samtíð hans ekki eftir því. Skopskyn
Islendinga er of sneytt miskunn til
þess að vera að fáta í slíku. Þó nefnir
höf. sitthvað, sem bendir til þess, svo
sem það, hversu hann sneiddi hjá
gapahætti í garð trúar í „prests-
verkum" sínum.
Æri-Tobbi var skáld á pörtum, en
Halldóri Hómer tókst meistaralega
að fara fyrir ofan og neðan venjulegt
form vísnagerðar án þess að ganga
fram hjá því, og eru þó kveðlingar
hans myndríkir og hugmyndatengsl
óvænt, t. d. í þessum vísupörtum:
Eins og skarfur varstu hraður
við kvenfólkið alltaf glaður
og vildir þeim gjarnan sofa hjá.
Ekki veit ég, hvort er staður
þessi gamli listamaður.
Eða þessi lýsing á lífsóvininum,
Gilsárvalla-Gvendi:
Guðmundur í geðið þraut,
líkt var hann og gamalt naut.
Skyrpti fast og skeggið strauk,
þar rauður loginn brann.
Hnykillinn í húfunni hjólaliðugt
rann, o. s. frv.
Ymislegt hef ég heyrt öðruvísi í
vísum Hómers en hér er skráð, en
héðan af skiptir víst öllu máli, að
anda þeirra sé haldið, því að ekkert
mun hér eftir sannara reynast í þessu
efni. Þáttur þessi virðist mér góð
samantekt um þennan minnisstæða
trúð, nema hvað ég sakna nánari lífs-
sögu, eins og áður er að vikið, og
vel er rituð og réttilega inngangsgrein
um stöðu förumannsins í þjóðfélagi
fyrri tíma.
Næsti kafli heitir Sérstök tegund
skáldskapar (undanfari atómljóða).
Er þar fjallað um kveðskap, aðallega
í líkingu við yrkingar Halldórs Hóm-
ers, kveðskap í vísnaformi, en án
bragarreglna, nema hvað „stuðlar,
höfuðstafir og rím koma öðru hvoru,
eins og nokkurs konar lausaleiks-
börn,“ eins og höf. kemst að orði.
Höf. lýsir nokkuð þessum kveðskap.
en skýrgreinir þó ekki, hvað það er,
sem gerir hann sérstæðan og kátlegan.
Hins vegar nefnir hann þetta undan-