Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 186
182
MÚLAÞING
fara atómljóða, og ef ég skil fyrra
orðið rétt, á hann með því við, að
svokölluð „atómljóð“ séu ort undir
áhrifum þessarar vísnagerðar sem
eins konar framhald af henni. Ef
„atómljóð" tákna hér það sama og
nútímaljóð í óbundnu máli eða öðru-
vísi bundnu en áður gerðist, m. ö. o.
sú ljóðagerð öll, sem talin er hefjast
með kvæði Jóhanns Sigurjónssonar,
Sorg, þá verður ekki betur séð en
höf. hafi býsna rangt fyrir sér. Hér
virðist um ekkert annað að ræða en
eins konar gruggfót eða botnfall eldri
hátta, enda eru flestar vísurnar í
þeim Ljóðabálki, sem Halldór hefur
safnað og birtir hér, beinlínis ortar
undir þeim háttum alla vega skrum-
skældum, og það er þessi skrumskæl-
ing, vansköpunarbasl eða skopstæl-
ing, sem að öðrum þræði gerir þær
skemmtilegar á sama hátt og afkára-
legar myndir. Þær eiga fátt skylt við
nútímaljóð, tónn þeirra er allur ann-
ar, þótt finna megi lík einkenni í
einstaka vísu. Er það ekki fyrst og
fremst svona kveðskapur, sem hingað
til hefur verið kallaður leirburður hér
á landi, en ekki sá formslípaði, en
efnisvana kveðskapur, sem höf. kallar
því nafni? Virðing Islendinga fyrir
formi og aðdáun þeirra á vandasöm-
um bragarháttum hefur verið of rík,
til þess að þeir veldu dýrt kveðinni
vísu leirburðarheitið, enda þótt efnið
væri næsta rýrt. Og það virðist eink-
um þessi grein ljóðagerðar, sem sum-
ir, einkum aðstandendur og ættingjar
höfundanna, líða önn fyrir, enda er
höf. það ljóst. Þess vegna notar hann
dulnefni á skáld sín flest.
Samt sem áður er það skemmtileg-
ur leir, sem framreiddur er hér, fullur
af fyndni, undarlegum hugmyndum,
ankringislegu ljósi, t. d. erindið úr
Oddhildarbrag og eftirmælin um
Grána, sem túlka djúpa saknaðar-
kennd með skaðasærindum, ósvikin
skopstæling á hestavísum og eftir-
mælum með alvörublæ. Sumar vísurn-
ar eru svona og svona, en margar
sprenghlægilegar og ágætt sýnishorn
af ósviknum leirburði, sem ekki þarf
að vanmeta, enda þótt skáldfífla
hlutur sé.
Fjórir næstu kaflar eru frásagnir
af Héraði og úr Borgarfirði frá síðari
hluta 19. aldar og fram yfir aldamót.
Hinn fyrsti er um Þótu Einarsdóttur
ömmu höfundar, orðheppna konu og
öra í geði. Hún fór víða um sveitir
Fljótsdalshéraðs rekin áfram af innra
eirðarleysi og sáldraði í slóð sína
málfögrum tilsvörum, sem enn er
minnzt. Ég hef heyrt greindan og
smekkvísan mann halda því fram, að
hann hafi aldrei heyrt jafnfagurt og
myndríkt mál og af vörum þessarar
konu. Halldór hefur sjálfsagt bjargað
því, sem bjargað verður af þessu fá-
gæta tungutaki, og er þátturinn ritað-
ur af skilningi og hreinskilni.
Tveir næstu þættir eru byggðir á
frásögnum Arna Steinssonar og Þor-
bjargar Steinsdóttur frá Njarðvík og
fjalla um lífshætti og lífsbaráttu al-
mennings einkum í Borgarfirði og
Njarðvík á áðurgreindum tíma. Báð-
ir þessir þættir eru greinargóðir,
einkum þó hinn síðari, sem hafður er
eftir Þorbjörgu og lýsir daglegu lífi
Njarðvíkinga, sem einkum eru kunnir
af sögum um manntak og tómlæti.
„Nóg verður blíðan í nótt“, var orð-
tak þeirra, er þeir voru hvattir til
brottfarar úr kaupstað og urðu seint
fyrir, lögðust síðan fast á árarnar og
skiluðu sér. Ég fæ ekki betur séð en