Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 8
6
MÚLAÞING
o.s.frv. Þykir þó báðum slíkt leiðinlegt og
undirrituðum fram úr öllu hófi. Sögufélag-
ið svonefnda kafnaði alveg í útgáfustússinu
þótt undarlegt kunni að virðast. Það hefði
þó átt að tryggja dreifmgu vinnunnar. Eg
nenni ekki að gá að formönnum þess, en
get þó getið þess fyrir kurteisissakir að ég
er í þeirra hópi og kunni ekki eða nennti
ekki að skipuleggja félagslegt starf fremur
en hinir. Þetta ,,félag“ hefur nú sungið sitt
síðasta vers. Það var aldrei annað en nafn-
ið tómt. Aftur á móti hafa einstaklingar
lagt Múlaþingi gott lið jafnan, t.d. Björn
Sveinsson, Birgir Stefánsson og Auðun
Einarsson auk margra umboðsmanna sem
annast hafa sölu víðs vegar um Austurland
og í Reykjavík. Ekki má heldur gleyma
sýslufélögunum (Múla-) sem jafnan hafa
styrkt útgáfuna og hin sfðari ár mjög rausn-
arlega. Það eru sýslufundir sem ákveða
slíkar styrkveitingar, og ég hygg óhætt að
segja að Helgi Gíslason hafi átt drjúgan
þátt í hækkun þessara styrkja, því að það
var Norður-Múlasýsla sem reið á vaðið
þegar sýslustyrkirnir hækkuðu. Sunnmýl-
ingar létu þó ekki sitt eftir liggja lengi,
buðust vorið 1980 til að taka útgáfuna að
sér, kusu tvo menn til að sjá um samninga
um yfirtökuna, þá Boga Nilsson sýslumann
og Jón Kristjánsson sýslunefndarmann
Egilsstaðahrepps. Samningar tókust greið-
lega því að Sögufélagið fannst ekki á jarð-
ríki, og afhentum við Sigurður því sýslunni
gripinn (ritið) en með þeirri ósk þó að
Norður-Múlasýslu og kaupstöðunum yrði
boðin aðild að útgáfunni. Vonum við að hér
eftir verði þetta rit þeirra rit og megi dafna
í skjóli fimm lögsagnarumdæma hins forna
Múlaþings hafið yfir hreppakrit og héraðs-
ríg. — Sögufélagið er dáið, en á berangri
þess hefur þó uppvaxið þessi eina jurt sem
nú skal gróðursetjast í feitari jörð.
Við þessi tímamót, tíu hefta áfangann á
15 árum, og við þá kjölfestu sem lögsagn-
arumdæmin munu væntanlega veita ritinu
sakar ekki að líta sem snöggvast um öxl og
gera á því smáathugun.
Alls hafa skrifað í þessi tíu hefti 86
höfundar. Flestir eru þeir bornir og barn-
fæddir Austfirðingar, sumir heimabúandi,
aðrir burtfluttir. Auk þess nokkrir sem hér
hafa átt heima og starfað mislengi. Mjög er
það að sjálfsögðu mismikið sem þessir 86
hafa ritað, Benedikt frá Hofteigi mest,
rúmar 200 bls., en á hinn bóginn um 13
manns 1-2 bls. Yfir 50 bls. hafa átta
höfundar skrifað. Þeir eru auk Benedikts:
Armann Halldórsson um 160, Agnar Hall-
grímsson um 130, Guðmundur Eyjólfsson
um 130 líka, síra Agúst Sigurðsson um
100, Sigurður O. Pálsson um 70 og þeir
Sigurður Vilhjálmsson og Sigurður Krist-
insson 50-60 bls. hvor.
Af þessum 86 góðvinum Múlaþings eru
nú að ég held 44 á lífi. 30 þeirra hafa látist
á þessum tíma frá 1966-1980, en eftir 12,
sem dánir voru byrjunarárið, hefur birst
efni í ritinu. Hér eru þeir eigi meðtaldir
sem átt hafa efni í greinum sem aðrir hafa
birt í sínum viðfangsefnum, t.d. austfirsku
alþýðuskáldin sem Eiríkur Sigurðsson rit-
aði um og birti kveðskap eftir. Umsjónar-
menn, lesendur og allir unnendur Múla-
þings mega minnast hinna látnu með þakk-
læti í huga. Þakklátssemin er af ritsins
hálfu einu ritlaunin goldin þeim.
í fyrstu mun það hafa flögrað að ýmsum
að í þessu riti skyldu birtast verk Austfirð-
inga utan sögusviðs, kveðskapur, smásög-
ur og ef til vill fleira, en þó má svo heita að
allt hafi það orðið byggðarsögulegs efnis
beint og óbeint. Byggðarsaga getur að
sjálfsögðu teygst út á skáldgreinar í
bundnu og óbundnu máli, kvæðum, smá-
sögum og þjóðsögum. Sem betur fór varð
þó ekki mikið úr þeim áformum (ef áform
hafa verið) og ritið gert að ruslakistu fyrir
alls konar hugverk austfirskra manna,
heldur hefur það átt að heita helgað byggð-
arsögu.
Ritstjórn hefur verið algert hjáverkastarf
hjá okkur Sigurði, troðið inn í glufur í
kennslustreði aðallega, en það verður þó
að segja kennslustörfum til lofs að þeim