Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 52

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 52
50 MÚLAÞING Þórdalsheiði í miklum snjó gátu orðið býsna erfiðar bæði fyrir menn og hesta, þó að yfir tæki þegar menn hrepptu stórhríð, því þar er oft fljótt að skipta um veður. Menn voru reyndar ótrúlega veðurglöggir og fylgdust vel með loftvoginni áður en útvarpið kom, en þó kom oft fyrir að menn lögðu til heiðarinnar og urðu að snúa við vegna ófærðar. Venjulega var vetrarferðum hagað þannig að menn frá tveimur eða ífeiri bæjum fóru saman. Gekk þá einn á undan og teymdi hest. Var til þess valinn hestur sem var góður í snjó, eins og það var kallað, síðan runnu hinir hestarnir í sporaslóð á eftir. Það var erfitt fyrir fyrsta hestinn að kafa á undan og því við og við skipt um forystuhest. Hægt miðaði og reyndi bæði á þol og þrek manns og hests. Veturinn 1936 var mjög snjóþungur á Fljótsdalshéraði og mikill snjór á Þórdalsheiði. Eftir áramót var farið héðan úr Skriðdal einu sinni í viku, ef fært var, til Reyðarfjarðar að sækja fóðurkorn, sem var aðallega síldarmjöl. Eg ætla að segja frá einni ferð af mörgum sem eg fór þennan vetur, seint á einmánuði. Við feðgar á Borg fréttum síðla kvölds að Fljótsdæl- ingar væru komnir austur í Skriðdal og ætluðu að gista þar. Myndu leggja til Þórdalsheiðar snemma að morgni; slóð var góð yfir heiðina. Faðir minn hafði orð á því um kvöldið að rétt væri að nota slóðina. Morguninn eftir var hann snemma á fótum, leit á loftvogina að venju og sá að hún hafði fallið mikið um nóttina. Einar Jónsson í Geitdal gisti hjá okkur þessa umræddu nótt, var í ásetningsferð. Við feðgar ræddum við hann um veðurútlitið. Eg man að Einar sagði: „Eg gæti trúað að það slyppi til að fara í dag.“ Þetta svar Einars hefur vafalaust orðið til þess að bætt var á stallinn hjá hestunum, meðan látið var hey í poka til ferðarinnar. Síðan lögð klyfberareiðfæri á sex hesta og hnakkur á þann sjöunda. Sporaslóð var úr hlaðinu á Borg og alla leið til Reyðarfjarðar, og var nú hestunum vísað á slóðina. Eg mun hafa lagt seinna á stað en Fljótsdælingarnir og var því einn, en gekk ferðin vel alla leið, man ekki hvað eg var lengi á leiðinni. Aðstaða fyrir lestamenn var góð á Reyðarfirði. Hestana var hægt að láta inn í sláturhúsið með reiðfærum og gerði eg það og gaf þeim hey og vatn. Kornið fékk eg afgreitt. Það var síldarmjöl í 100 kg sekkjum, og fékk eg sex alls. Eg þurfti að skipta hverjum sekk í tvær klyfjar og binda. Gekk það furðu fljótt. Eg var ákveðinn í að leggja til heiðarinnar aftur um kvöldið. Eg hafði tal af Fljótsdælingum, sem voru að huga að hestum sínum þarna í sláturhús- inu. Þeir sögðust ekki ætla yfir heiðina um nóttina. Þegar eg var langt kominn að binda, kemur Brynjólfur Þorvarðarson skrifstofustjóri hjá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.