Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 57

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 57
MÚLAÞING 55 (CCCC) ófríð, brún innar um kirkju þvert, sacrarium mundlaug, járnstikur tvær fyrir líkneskjum og tvær á altari. Porcio ecclesie 15 álnir á bverju ári um 16 ár. I máldaga Möðrudalskirkju8 segir m. a.: ,,Item gaf Olafur Jónsson kú með þeim skilmála, að þar skal gefast af pund matar eður eyrir vaðmáls að Þorláksmessu fyrir jól árlega fátækum mönnum.“ Enn tel eg vera hér á ferðinni Olaf bónda á Bessastöðum, og er ljóst að hér hefur verið maður í stórbænda tölu. Loks vil eg vitna í máldaga Berufjarðarkirkju,9 þar segir: ,,Item lagði síra Sturli til nýtt altarisklæði og textaspjald. Porcio ecclesie næstu 5 ár síðan Ólafur bjó hálfur 18. eyrir, en stendur til reiknings um 4 ár meðan Jón Sturluson bjó sem reiknað var 100 utan því minna ef hann hefði bætt að kirkjunni.“ Eg tel freistandi að ætla að enn sé um Olaf bónda á Bessastöðum að ræða, sem verið hafi sonur þess Jóns Sturlusonar sem hér er getið, og síra Sturli sé faðir þessa Jóns og sá sami og síra Sturli Ormsson sem prestur var á Valþjófsstað um nokkurt skeið seinni hluta 14. aldar, og því sé sú gjöf, sem máldagi Valþjófsstaðar tilgreinir að Olafur hafi gefið eftir föður sinn, gefin eftir Jón Sturluson, þótt hins vegar ýmislegt geti bent til að átt sé við síra Jón Ólafsson. Þær tilvitnanir sem hér fóru á undan, eru þær einu sem telja má öruggt að eigi við Olaf bónda á Bessastöðum. Eg tel hins vegar að ekki sé allt upptalið. í íslensku fornbréfasafni,10 er bréf dagsett 3. júlí 1409 gert á Alþingi. Er þar um að ræða úrskurð Odds lögmanns Þórðarsonar um flutning á konungsgóssi til Noregs með kaupskipum frá Islandi. Undir þetta bréf rita nafn sitt bæði íslenskir valdsmenn og kaupmenn norskir, og að öllum líkindum einnig íslenskir. í hópi þessara manna er Olafur Jónsson. Þann 7. júlí 1409 er gert í Þerney bréP1 um svipað efni. Einnig er þar Ólafur Jónsson meðal þeirra er undir bréfið skrifa og er þar í hópi Islendinga sem eg tel að haft hafi afskipti af kaupmennsku og útgerð. Hér tel eg að enn sé á ferðinni bóndinn á Bessastöðum í Fljótsdal sem, auk þess að reka stórbú á ýmsum vildisjörðum á Héraði, hafi átt kaupskip í förum milli landa og verslað í Gautavík við Berufjörð og ef til vill gert út á hákarl eins og sagt er að annar ríkismaður hafi gert seinna á 15. öldinni. Síðast kemur Ólafur Jónsson við heimildir12 sem einn íslenskra höfðingja sem ritar undir hyllingarbréf Islendinga til Eiríks af Pommern 1. júlí 1419. Ólafur er sá áttundi í röðinni af 24 mönnum sem undir bréfið skrifa, og ef miðað er við þá reglu sem á þeim tíma tíðkaðist, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.