Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 66
64
MÚLAÞING
lians. Eg var ráðinn ráðsmaður, en kona mín mátti vera eins og hún
vildi. Við fluttum í Skriðuklaustur 1. maí og tók eg við ráðsmannsstarí-
inu næsta dag. Gunnar skáld var í Reykjavík á sama tíma og við um
veturinn og hittumst við oft og ræddum þá okkar áhugamál sem
vörðuðu húskapinn á Skriðuklaustri og ýmis framkvæmdaatriði í sam-
bandi við hann. Var eg því orðinn vel kunnugur því sem Gunnar ætlaði
sér að láta gera.
Frú Fransiska þurfti að fara til Reykjavíkur á sjúkrahús eftir að við
komum í Klaustur og var hún að heiman um mánaðartíma. En Gunnar
sat heitna að búi sínu. Þá gerist það að Gunnar þarf að skreppa út í
Egilsstaði eða niður á firði, eg man ekki hvort heldur var. Þegar hann
kemur út hjá Brekku mætir liann herjeppa. Þá brá hann sér heim í
Brekku, hringir til mín og biður mig að læsa efri hæðinni á húsinu, því
hann hafi mætt herjeppa hér framan við túnið og sér sé ekki grunlaust
um að þeir séu að koma í heimsókn. Þeir hefðu sýnt sér þann heiður
áður og gert þá húsrannsókn, verið að leita að sendistöð.
Eg læsti öllum dyrum á efri hæð hússins, og svo biðum við hermann-
anna í ofvæni. En þeir gerðu ekkert vart við sig á Skriðuklaustri að því
sinni.
Einhverju sinni kom Gunnar yngri listmálari að máli við mig og
spurði hvort við hjónin værum ekki til með áð koma með sér og unnustu
sinni, Signýju Sveinsdóttur, í skemmtiferð til Reyðarfjarðar og þá um
leið til að versla. Við vorum strax til í það, og var þá ákveðið að fara eftir
hádegi næstkomandi mánudag. Þetta mun hafa verið um miðjan júlí,
það var að minnsta kosti björt nótt.
Gunnar eldri átti fjögra manna fólksbíl sem hann kom með frá
Danmörku, og lánaði okkur hann. Ferðin gekk vel til Reyðarfjarðar, og
við vorum fremur fljót í förum eftir því sem þá tíðkaðist. Við náðum til
að versla áður en búðum var lokað. Eftir það fórum við á hótel,
pöntuðum okkur góðan mat og gerðum okkur gott af honum. Svo
dvöldumst við á Reyðarfirði fram eftir kvöldi.
Klukkan mun hafa verið um 11 þegar við lögðum af stað heimleiðis.
Þegar við komum inn að brúnni fyrir innan Seljateig, þá stóðu þar
hermenn á brúnni og stöðvuðu okkur. Við vissum ekki hvaðan á okkur
stóð veðrið. Það var settur vopnaður hermaður inn í bílinn hjá okkur og
okkur gefið merki um að aka til baka út á Reyðarfjörð. Þegar þangað
kom voru yfirmenn vaktir upp, og komu þeir út á náttsloppunum hver á
fætur öðrum, og ekki varð af sloppunum ráðið hvar þeir stóðu í
tignarstiganum.