Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 66

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 66
64 MÚLAÞING lians. Eg var ráðinn ráðsmaður, en kona mín mátti vera eins og hún vildi. Við fluttum í Skriðuklaustur 1. maí og tók eg við ráðsmannsstarí- inu næsta dag. Gunnar skáld var í Reykjavík á sama tíma og við um veturinn og hittumst við oft og ræddum þá okkar áhugamál sem vörðuðu húskapinn á Skriðuklaustri og ýmis framkvæmdaatriði í sam- bandi við hann. Var eg því orðinn vel kunnugur því sem Gunnar ætlaði sér að láta gera. Frú Fransiska þurfti að fara til Reykjavíkur á sjúkrahús eftir að við komum í Klaustur og var hún að heiman um mánaðartíma. En Gunnar sat heitna að búi sínu. Þá gerist það að Gunnar þarf að skreppa út í Egilsstaði eða niður á firði, eg man ekki hvort heldur var. Þegar hann kemur út hjá Brekku mætir liann herjeppa. Þá brá hann sér heim í Brekku, hringir til mín og biður mig að læsa efri hæðinni á húsinu, því hann hafi mætt herjeppa hér framan við túnið og sér sé ekki grunlaust um að þeir séu að koma í heimsókn. Þeir hefðu sýnt sér þann heiður áður og gert þá húsrannsókn, verið að leita að sendistöð. Eg læsti öllum dyrum á efri hæð hússins, og svo biðum við hermann- anna í ofvæni. En þeir gerðu ekkert vart við sig á Skriðuklaustri að því sinni. Einhverju sinni kom Gunnar yngri listmálari að máli við mig og spurði hvort við hjónin værum ekki til með áð koma með sér og unnustu sinni, Signýju Sveinsdóttur, í skemmtiferð til Reyðarfjarðar og þá um leið til að versla. Við vorum strax til í það, og var þá ákveðið að fara eftir hádegi næstkomandi mánudag. Þetta mun hafa verið um miðjan júlí, það var að minnsta kosti björt nótt. Gunnar eldri átti fjögra manna fólksbíl sem hann kom með frá Danmörku, og lánaði okkur hann. Ferðin gekk vel til Reyðarfjarðar, og við vorum fremur fljót í förum eftir því sem þá tíðkaðist. Við náðum til að versla áður en búðum var lokað. Eftir það fórum við á hótel, pöntuðum okkur góðan mat og gerðum okkur gott af honum. Svo dvöldumst við á Reyðarfirði fram eftir kvöldi. Klukkan mun hafa verið um 11 þegar við lögðum af stað heimleiðis. Þegar við komum inn að brúnni fyrir innan Seljateig, þá stóðu þar hermenn á brúnni og stöðvuðu okkur. Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Það var settur vopnaður hermaður inn í bílinn hjá okkur og okkur gefið merki um að aka til baka út á Reyðarfjörð. Þegar þangað kom voru yfirmenn vaktir upp, og komu þeir út á náttsloppunum hver á fætur öðrum, og ekki varð af sloppunum ráðið hvar þeir stóðu í tignarstiganum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.