Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 73
MÚLAÞING
71
bróður sinn greiddi hún af arði þeim, sem hún hafði af prjónamennsk-
unni.
A meðan hún var í Danmörku kynntist hún sænskum prestshjónum,
Strandal að nafni. Arnbjörg fór aftur til útlanda og þá fór hún til
Svíþjóðar. I nefndu bréfi sínu getur Stefán sonur hennar þess, að hún
hafi farið þangað til þess að heimsækja prestshjónin, sem hafi verið
prýðilegar manneskjur. Líklega hafa hjón þessi boðið henni að koma til
sín. Eg efast ekki um, að Arnbjörg hafi notað dvölina í Svíþjóð svo vel
sem kostur var til þess að kynnast fræðslumálum Svía og menningu,
svo og atvinnuháttum þar. Ekki er mér kunnugt um hve lengi hún
dvaldi í Svíþjóð, en sonur hennar nefnir það í bréfinu, að hún hafi lært
að tala sænsku á meðan hún var þar.
Arnbjörg fór að heiman til útlanda 1876 eða 1877, 24 eða 25 ára að
aldri og kom til baka 1878 skv. prestþjónustubók (skrár yfir burtvikna
og innkomna.)
III.
Þau kynni sem Arnbjörg hafði af frændþjóðum okkar í Danmörku og
Svíþjóð höfðu sterk áhrif á hana. Vafalaust var það vegna áhrifa
þessara, að hún tók að fást við leikritagerð. Hún samdi tvö leikrit, sem
sett voru á svið í Hreppshúsinu (Patersonshúsinu) á Eyrunum. Annað
leikritið heitir Hildibrandur og er handrit þess til hér á Landsbókasafn-
inu. Það er „fantasía“ um álfa og er 33 vélritaðar blaðsíður. Hitt
leikritið var mér sagt, að héti Dvergur, en ekki veit ég hvort það hefur
varðveist. Eg minnist þess að hafa heyrt talað um, að Sigurður bróðir
hennar hafi verið með í verki við sviðsetningu leikrita þessara. I bréfi
frá Sigríði, dóttur Arnbjargar, til mín segist hún muna eftir stuttu
leikriti eftir móður sína um komu nýja ársins. Það var fært á svið.
Arnbjörg lék sjálf gamla árið, en Þorbjörg Björnsdóttir frænka hennar,
ung og falleg stúlka, lék nýja árið.
I hinni fámennu fæðingarsveit sinni beitti hún sér fyrir stofnun
félags, sem hafði það markmið að efla fræðslu og menningu unga
fólksins þar. Félag þetta hlaut nafnið Framfararfélag Loðmundarfjarð-
ar. Trúverðug frásögn Halldórs Pálssonar hreppsnefndaroddvita og
bónda í Nesi í Loðmundarfirði um hlut Arnbjargar í stofnun félags
þessa er í ræðu, sem hann flutti 1930 á fimmtugsafmæli félagsins.
Sonur Arnbjargar sendi mér staðfest eftirrit af ræðu þessari, sem
raunar er ritað af Halldóri.