Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 77

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 77
MÚLAÞING 75 og þá auðvitað án þess að nokkur prestur væri þar viðstaddur. Að öðru leyti er mér ekki kunnugt um, hvernig greftruninni hefur verið háttað. Af því hér er um alveg sérstakt tilfelli að ræða, er ekki mun áður hafa komið fyrir hér á landi, hefi ég álitið mér skylt að skýra yður, herra prófastur, frá þessu, til þess að þér tilkynnið það biskupinum. Jafnframt óska ég að fá að vita, hvort það geti verið leyfilegt að einstaka utanþjóðkirkjumenn, sem ekki hafa sérstakan prest eða forstöðumann, grafi lík utan hins venjulega grafreits, eða þar er þeim sýnist“. Bréfið fór síðan frá prófasti til Hallgríms Sveinssonar biskups, sem ritaði ýtarlega umsögn um málið til landshöfðingja hinn 28. febrúar 1902. Hann kveðst ekki fá séð, að presturinn á Dvergasteini verði víttur fyrir framkomu hans í þessu greftrunarmáli. Síðar í bréfinu getur hann þess þó, að honum virðist, að prestinum hefði verið vítalaust, ef hann hefði leyft greftrun líksins í kirkjugarði án þess hann kastaði moldum á það, ef fulltryggt væri, að allt færi sómasamlega fram. 1 lok bréfsins kveðst biskup vilja vekja máls á því hvort eigi sé nauðsynlegt, að valdstjórnin hlutist til um, að lík Sigurðar verði tekið upp sem fyrst og grafið í kirkjugarði, nema því aðeins, að ekkja hans kjósi fremur að fá konunglegt leyfi fyrir heimagrafreit, svo framarlega sem vænta mætti, að slíkt leyfi yrði veitt. Með bréfi, dags. 16. júní 1902 ritaði landshöfðingi Norður- og Austuramtinu bréf um mál þetta. Þar skírskotar hann til bréfs biskups, sem hann kveðst í öllum verulegum atriðum fallast á með þeirri athugasemd, að hann álíti það alveg rétt, að presturinn krafðist þess að fá að ausa líkið moldu og jarða það með venjulegum orðum, ef það yrði grafið í kirkjugarði. Jafnframt beiðist hann þess, að amtmaðurinn hlutist til um, að ábyrgð verði komið fram á hendur ekkjunni fyrir umgetið tiltæki hennar, og væri æskilegt, að því yrði komið til vegar sem fyrst, að lík Sigurðar yrði grafið í vígðri mold. Með bréfi, dags. 10. júlí 1902, leggur amtmaður fyrir sýslumann Norður-Múlasýslu að verða við fyrirmælum landshöfðingja. Jafnframt leggur amtmaður fyrir sýslumann að skora á ekkjuna, Arnbjörgu Stefánsdóttur, að láta grafa lík manns hennar í vígðri mold og ef hún verði eigi við þeirri áskorun, þá verði einnig komið fram ábyrgð á hendur henni fyrir að láta það ógert. Hinn 18. nóvember 1902 setti Jóhannes Jóhannesson sýslumaður lögreglurétt á Hánefsstaðaeyri, líklega á Sigurðarstöðum, og tók þá fyrir að halda réttarpróf í tilefni af bréfi amtsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.