Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 121

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 121
MÚLAÞING 119 var liðið mér úr minni. Ég hafði verið að leik úti ásamt skólabörnum. Þá datt drengurinn og meiddi sig í fæti svo að hann var ekki gangfær. Þannig komst hann heim eins og frá var skýrt. Ég get þess arna ekki vegna þess að ég telji mér það til gildis. 1 bæði skiptin gerði ég ekki annað en það sem mér var skylt. Ég vil aðeins benda á það, að ef börnum er sýnd nærgætni, einkum ef eitthvað þjakar þau, þá minnast þau þess gjarnan á fullorðinsaldri — ef til vill ævina alla. Þessu til viðbótar get ég um enn eitt lítilræði, sem tengt var skóla- starfi eins og hin. Þó er það efnismeira, ef kannað væri niður í kjöl- inn. Börnin voru úti í hádegisfríi sem oftar. Krapasnjór var á jörðu, nýfallinn. Þá var tækifæri til að fara í snjókast, enda var það óspart notað. Ég hafði ekki staðið í stykkinu með eftirlit, var inni og fylgdist ekki með leiknum. Það gerði ég þó að jafnaði. Þá gerðist það að húsfrúin kom að máli við mig og taldi þörf á að skakka leikinn. Ég skundaði samstundis á vettvang og sannfærðist um að konan hafði rétt að mæla. Það hafði eitthvað hitnað í kolunum í samskiptum barnanna. Einn drengurinn var að hnoða stóra snjókúlu og dró ekki af kröftunum. Síðan bjóst hann til að kasta henni í eina skólasystur sína. Þá bar mig að og gerði ég einhverja tilraun til að hindra hann í áformi sínu. En þá venti hann kvæði sínu í kross og gerði sig líklegan til að kasta kúlunni í mig. I þeim svifum var konan komin í námunda og kallaði til drengsins: „Vinur minn góði, gáðu að hvað þú gerir. Hefur kennarinn nokkuð gert þér? Komdu og talaðu við mig.“ A augabragði rann allur vígamóður af unga manninum. Hann kastaði kúlunni fyrir fætur sér, gekk til konunnar og þau héldu til bæjar. Við hin stóðum stundarkorn kyrr á vettvanginum, héldum síðan heim og var fremur lágt á okkur risið. Ungmennum hættir stundum til að ganga heldur langt í glettninni þegar gott tækifæri gefst til að fara í snjókast. I næstu kennslustund var allt með kyrrum kjörum. Þegar tóm gafst til fór ég að hugleiða það sem gerst hafði — og var reyndar svo lítilvægt að væntanlegum lesanda finnst sennilega ekki þess virði að á orði sé haft. Ég sá þegar að hlutur minn var minnstur þeirra þriggja er við sögu komu. Ég hafði brugðist skyldu minni varðandi gæslu á leikvelli. Konan stóð með pálmann í höndunum. Drengurinn sefaðist vegna þess að hún kunni tökin á honum, þó hafði hún hvorki próf fóstru né kennara — og ekkert annað próf, hafði aldrei setið á skólabekk. En hún hafði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.