Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 204
202
MULAÞING
í nánd við strandstaðinn lágu tvær færeyskar fiskiskútur. Fékk eg
lánaðar hjá þeim dælur til þess að dæla úr skipinu. Fyrir götin á
bógnum negldi eg borð og segldúk, þar hafði sjórinn streymt út og inn
og var flóð og fjara í skipinu. Svo bjó eg út tunnur, þannig að bönd
gengu úr þeim upp í blakkir á skipsránum og var hægt að hleypa
tunnunum niður og draga þær upp. Lét eg nú hefjast austurinn með
dælunum og tunnunum þegar með fjörunni um kvöldið.
Var nú ausið alla nóttina og með öðru flóði upp úr hádegi daginn eftir.
Varð svo góður árangur af austrinum að ekki kom meiri sjór í skipið en
það, að það flaut af skerinu sem það hafði strandað á. Hittist þá svo á,
að rétt í þeirn svifum kom franska herskipið brunandi utan fjörðinn.
Varð mér bilt og bjóst við því hálft í hvoru, að nú mundu Frakkar taka
af mér skipið er þeir sáu það komið á flot. Þó varð það ekki, enda hafði
foringi herskipsins áður mælt svo fyrir að sýslumaður skyldi selja skipið
og létu þeir það nú alveg afskiptalaust.
Tilætlunin var að flytja skipið yfir á svonefnda Kjafteyri sem er
hinumegin við fjörðinn nokkuð innar frá því sem skipið strandaði.
Þar var sandvík, góður lendingarstaður og hlé.
Skipti eg nú mönnunum en lét suma fara í fjóra báta til þess að róa
skipinu yfir fjörðinn, en hinir voru áfram í skipinu til þess að dæla og
ausa með tunnunum.
Blíðalogn var þegar lagt var á stað, en þegar innar kom á fjörðinn
kom vindgráð út fjörðinn og þar eð líka var útfall tók skipið strax að
reka út eftir firðinum og gátu bátarnir fjórir ekki haldið því í horfinu.
Róðrarmönnunum fór nú ekki að lítast á blikuna. Kváðu þeir ekki
annað fært en að róa skipinu upp í klettana þar rétt hjá. Eg bannaði það
harðlega. Þá hættu þeir sem í bátunum voru að róa og þeir sem í
skipinu voru hættu að dæla og ausa. Gerðust þeir nú allir staðráðnir í
því að skilja við skipið og reru þá allir bátarnir frá skipinu áleiðis tii
lands.
Þegar síðasti báturinn lagði frá skipinu spurðu róðrarmennirnir hvort
eg vildi ekki koma í bátinn til þeirra og fylgjast með þeim í land. En eg
svaraði að mér dytti það ekki í hug og heldur sykki eg með skipinu en að
yfirgefa það. Fór eg þá með hendina ofan í vasann og hringlaði í
gullpeningunum og sagði að þar heyrðu þeir hringla í kaupgjaldinu, en
ekkert af því fengju þeir, því að gullið sykki með mér og skipinu. Engar
fortölur tjáðu. Mennirnir fóru allir í land og skildu mig einan eftir á
skipinu.
Þegar á land kom sá eg að þeir hópuðust saman og var auðsætt að