Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 24

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 24
Múlaþing vani. Jafn margir kettir komu líka á vett- vang með stírurnar í augunum. En þeir voru ókátari í morgunsárið og fylgdu skem- ur en hundarnir. Það var lágsjávað og vont að prikast nið- ur jámstigann á bryggjunni svo pabbi kom með skektuna upp í fjöru og tók okkur þar.- Nú grisjaði aðeins í svo greina mátti skipið frammi á firðinum og þótti okkur það ærið fyrirferðarmikið í þokunni. Við fengum að vera í borðsalnum á 1. farrými. Einn maður var þar fyrir og hafði búið um sig fremst á bekknum stjómborðs- megin og kúrði þar undir kápu sinni. Mamma valdi okkur stað hinu megin. Ekki fóram við að sofa, enda varð okk- ur krökkunum starsýnt á salarkynnin og all- an búnað og þóttumst ekki séð hafa önnur prúðari,- Allar þiljur úr gljáandi harðviði, myndir og fánar að mig minnir, birtan í stórum hlöðum og fagur borðbúnaður, hvað á sínum stað í þar til gerðum skápum og skorðum. Þægileg ferð Það var hlýtt og notalegt þarna í salnum. Engir farþegar voru á ferli. Og að fráskild- um taktföstum slögum gufuvélarinnar heyrðist ekki annað en blástur skipsflaut- unnar öðru hvoru. Hreyfingar skipsins voru hægar og mjúkar í blíðviðrinu. Værð færð- ist yfir okkur smátt og smátt. Þó man ég, að það birti, þokunni létti um stund og við nálguðumst Dalatanga í sólskini. A all- mörgum ferðum sem ég hef farið, undir stjórn ágætra sjómanna, hefur sitthvað að höndum borið, auk þess sem sagt verður frá hér á eftir. Hekla hefur legið dægurlangt í fjörusandinum á Flateyri vestur, Esja þver- sum í Homafjarðarósi yfir eina fjöru, Óðinn hinn elsti rennt upp á grunn á Búðareyrinni á Reyðarfirði,- Og stundum auðvitað bræl- ur og bleikur vangi og miklar skattgreiðslur til Ægis, en lítil reisn hjá gjaldandanum. Samt sem áður hafa sjóferðir jafnan síðan fært mér þá sömu notarlegu öryggiskennd sem svæfði okkur krakkana þama á Sterling gamla, og er alger andstæða við þann beig [svo], sem smýgur í brjóstið, þegar flugvél- in býr sig undir flugtak og bíllinn kominn yfir áttatíu! Siglt í strand En við sváfum ekki lengi því nú dundu ósköpin yfir. Það heyrðist þungur dynkur eins og af fallbyssuskoti og skipið hnykkt- ist til, einu sinni, tvisvar, þrisvar. Leirtauið glamraði gríðarlega og sumt hrundi niður á gólf og fór í mjöl. Köll og fótaspark heyrð- ist að utan og hræðsluóp neðan af E far- rými. Við Hrefna hljóðuðum af hræðslu, en þegar mamma sagði að við skyldum vera stillt, hafði ég svarað snöktandi: „Ég skal reyna að vera rólegur, mamma mín!“ Mað- urinn á bekknum spratt upp og þaut út á þil- far, kom að vörmu spori og kvað enga hættu á ferðum, skipið væri strandað en slétt í sjó og stutt í land,- Okkur hægði náttúrlega við þetta. En nú tók skipið að velta voðalega svo að óstætt var á gólfum og þilfari. Fram- siglan brotnaði í þessum sviptingum, litlu ofar en um nriðju. Brotið hékk á stögum fyrst í stað og barðist til með gauragangi eftir því sem skipið valt. Landgangan Farþegum hafði verið skipað að klæðast og búast í báta. Tóku þeir nú að tínast upp hver af öðrum, alls um 50. Meðal þeirra voru tveir prestar, séra Björn Þorláksson á Dvergasteini og séra Magnús í Vallanesi. Sagði mamma svo frá síðar að sér hefði sýnst séra Bjöm fölur á vanga þegar hann 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.