Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 24
Múlaþing
vani. Jafn margir kettir komu líka á vett-
vang með stírurnar í augunum. En þeir
voru ókátari í morgunsárið og fylgdu skem-
ur en hundarnir.
Það var lágsjávað og vont að prikast nið-
ur jámstigann á bryggjunni svo pabbi kom
með skektuna upp í fjöru og tók okkur þar.-
Nú grisjaði aðeins í svo greina mátti skipið
frammi á firðinum og þótti okkur það ærið
fyrirferðarmikið í þokunni.
Við fengum að vera í borðsalnum á 1.
farrými. Einn maður var þar fyrir og hafði
búið um sig fremst á bekknum stjómborðs-
megin og kúrði þar undir kápu sinni.
Mamma valdi okkur stað hinu megin.
Ekki fóram við að sofa, enda varð okk-
ur krökkunum starsýnt á salarkynnin og all-
an búnað og þóttumst ekki séð hafa önnur
prúðari,- Allar þiljur úr gljáandi harðviði,
myndir og fánar að mig minnir, birtan í
stórum hlöðum og fagur borðbúnaður, hvað
á sínum stað í þar til gerðum skápum og
skorðum.
Þægileg ferð
Það var hlýtt og notalegt þarna í salnum.
Engir farþegar voru á ferli. Og að fráskild-
um taktföstum slögum gufuvélarinnar
heyrðist ekki annað en blástur skipsflaut-
unnar öðru hvoru. Hreyfingar skipsins voru
hægar og mjúkar í blíðviðrinu. Værð færð-
ist yfir okkur smátt og smátt. Þó man ég, að
það birti, þokunni létti um stund og við
nálguðumst Dalatanga í sólskini. A all-
mörgum ferðum sem ég hef farið, undir
stjórn ágætra sjómanna, hefur sitthvað að
höndum borið, auk þess sem sagt verður frá
hér á eftir. Hekla hefur legið dægurlangt í
fjörusandinum á Flateyri vestur, Esja þver-
sum í Homafjarðarósi yfir eina fjöru, Óðinn
hinn elsti rennt upp á grunn á Búðareyrinni
á Reyðarfirði,- Og stundum auðvitað bræl-
ur og bleikur vangi og miklar skattgreiðslur
til Ægis, en lítil reisn hjá gjaldandanum.
Samt sem áður hafa sjóferðir jafnan síðan
fært mér þá sömu notarlegu öryggiskennd
sem svæfði okkur krakkana þama á Sterling
gamla, og er alger andstæða við þann beig
[svo], sem smýgur í brjóstið, þegar flugvél-
in býr sig undir flugtak og bíllinn kominn
yfir áttatíu!
Siglt í strand
En við sváfum ekki lengi því nú dundu
ósköpin yfir. Það heyrðist þungur dynkur
eins og af fallbyssuskoti og skipið hnykkt-
ist til, einu sinni, tvisvar, þrisvar. Leirtauið
glamraði gríðarlega og sumt hrundi niður á
gólf og fór í mjöl. Köll og fótaspark heyrð-
ist að utan og hræðsluóp neðan af E far-
rými. Við Hrefna hljóðuðum af hræðslu,
en þegar mamma sagði að við skyldum vera
stillt, hafði ég svarað snöktandi: „Ég skal
reyna að vera rólegur, mamma mín!“ Mað-
urinn á bekknum spratt upp og þaut út á þil-
far, kom að vörmu spori og kvað enga hættu
á ferðum, skipið væri strandað en slétt í sjó
og stutt í land,- Okkur hægði náttúrlega við
þetta. En nú tók skipið að velta voðalega
svo að óstætt var á gólfum og þilfari. Fram-
siglan brotnaði í þessum sviptingum, litlu
ofar en um nriðju. Brotið hékk á stögum
fyrst í stað og barðist til með gauragangi
eftir því sem skipið valt.
Landgangan
Farþegum hafði verið skipað að klæðast
og búast í báta. Tóku þeir nú að tínast upp
hver af öðrum, alls um 50. Meðal þeirra
voru tveir prestar, séra Björn Þorláksson á
Dvergasteini og séra Magnús í Vallanesi.
Sagði mamma svo frá síðar að sér hefði
sýnst séra Bjöm fölur á vanga þegar hann
22