Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 25
Sterlingsstrandið
kom upp, og þótti það þá vorkunnarmál þó
henni sjálfri brygði nokkuð því klerkur var
orðlagt karlmenni.
Mamma þokaði okkur út á þilfarið
stjórnborðmegin [svo]. Voru þar allmargar
konur. Björgunarbátur hafði verið sjósettur.
Var nú kallað að ofan að konur og börn
skyldu fara í bátinn en enginn skipverji sást
á þilfari þeim megin á skipinu. Tveir skip-
verjar voru niðri í bátnum og áttu fullt í
fangi að halda honum frá skipinu, sem valt
mjög eins og fyrr segir.
Aftur var kallað úr brúnni að konur
skyldu fara í bátinn og enn sást enginn skip-
verji til aðstoðar. Hafa þeir sennilega verið
að koma út bakborðsbátnum.
Það var farið að síga í mömmu og hún
kallaði á móti að ekki stæði á sér, ef hún
hefði bara einhverja hugmynd urn hvar stig-
inn væri en það liti ekki út fyrir að nokkur
karlmaður væri hér um borð.
I þessu bili bar að mann sem tók sér
stöðu við lunninguna. Mamma fleygði frá
sér sjali, sem hún hafði á handleggnum,
skipaði okkur að halda sem fastast í slána
utan á yfirbyggingu skipsins, klifraði yfir
öldustokkinn og var brátt horfin sjónum.
Næsta kona réði þegar til niðurferðar. Þá
heyrðum við mömmu kalla neðan úr bátn-
um og ærið höstuglega, hvort hún ætti ekki
að fá börnin niður til sín. Urðum við þá
næst, og gekk maður fyrir aftan okkur aftur
á bak niður kaðalstigann. Óskaplegt þótti
mér að sjá hvernig skipið valt og báturinn
gekk upp og niður við skipshliðina. Náði
þetta hámarki þegar ungbam var látið síga
niður í tágarkörfu [svo] og grét hástöfum.
Nú var ég orðinn sjóveikur og farinn að
kasta upp. Ekkert bar á Hrefnu, enda var
hún raunar aldrei sjóveik á þeim árum og
lengi síðan í meira lagi hörð af sér. Eru það
sennilega kynni mín af henni og fleiri val-
kyrjum bemsku minnar m.m., sem valda
því að ég hafna algerlega kenningu Bjarts í
Sumarhúsum að alltaf sé kvenkynið aumara
mannkynið!
Báturinn varð nú fullskipaður, og gefinn
laus frá skipshliðinni, mennimir tveir sett-
ust undir árar en mamma náði inn fanglín-
unni sjóblautri sem hafði slegist lauslega
um steinnibbu rétt fyrir frarnan bátinn.
Fast land undir fótum
Ekkert varð sögulegt við landtökuna,
enda var nærri ládauður sjór. A eftir fólk-
inu kom pósturinn og ýmis smærri farþega-
flutningur. Við heimtum þar allt okkar dót,
þar með sjalið, sem eftir varð á þilfari og
fulla eggjafötu - og hvert egg óbrotið! - Síð-
ast kom stráhatturinn minn góði frá Her-
manni föðurbróður, en hann hafði orðið eft-
ir uppi á sal, þegar mamma bjó okkur í bát-
inn. Höfðu mér þá þegar hnigið ekki svo fá
tregatár út af hugsanlegum hattmissi, enda
þótt mamma fullyrti að litlu skipti um hatt-
inn fyrst allir væru heilir á land komnir.
Fólkið tók fljótt gleði sína og hóf upp
dans og söng þarna á grasinu, og hafði ég
látið í ljósi mikla vanþóknun yfir slíkri létt-
úð við mömmu rnína!
Enginn vissi í fyrstu nákvæmlega hvar
við vorum á land komin. En brátt létti
nokkuð í þokuna og þekkti þá mamma og
aðrir kunnugir fjöll og kennileiti. En Sterl-
ing strandaði eins og kunnugt er á svo-
nefndu Sléttanesi nokkru utan við bæinn
Brimnes á norðurbyggð Seyðisfjarðar.
Matur var fluttur á land og smurt brauð
á boðstólum. Mamma náði okkur í sneiðar
sem smökkuðust ákaflega vel. Einhver átti
brjóstsykur í glösum.
Loftskeytamaður hafði náð sambandi
áður en siglan brotnaði og loftnet slitnuðu.
Fréttin barst út og kom mjög óvænt.
Varðskipið Fylla kom fljótlega á vett-
23