Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 25

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 25
Sterlingsstrandið kom upp, og þótti það þá vorkunnarmál þó henni sjálfri brygði nokkuð því klerkur var orðlagt karlmenni. Mamma þokaði okkur út á þilfarið stjórnborðmegin [svo]. Voru þar allmargar konur. Björgunarbátur hafði verið sjósettur. Var nú kallað að ofan að konur og börn skyldu fara í bátinn en enginn skipverji sást á þilfari þeim megin á skipinu. Tveir skip- verjar voru niðri í bátnum og áttu fullt í fangi að halda honum frá skipinu, sem valt mjög eins og fyrr segir. Aftur var kallað úr brúnni að konur skyldu fara í bátinn og enn sást enginn skip- verji til aðstoðar. Hafa þeir sennilega verið að koma út bakborðsbátnum. Það var farið að síga í mömmu og hún kallaði á móti að ekki stæði á sér, ef hún hefði bara einhverja hugmynd urn hvar stig- inn væri en það liti ekki út fyrir að nokkur karlmaður væri hér um borð. I þessu bili bar að mann sem tók sér stöðu við lunninguna. Mamma fleygði frá sér sjali, sem hún hafði á handleggnum, skipaði okkur að halda sem fastast í slána utan á yfirbyggingu skipsins, klifraði yfir öldustokkinn og var brátt horfin sjónum. Næsta kona réði þegar til niðurferðar. Þá heyrðum við mömmu kalla neðan úr bátn- um og ærið höstuglega, hvort hún ætti ekki að fá börnin niður til sín. Urðum við þá næst, og gekk maður fyrir aftan okkur aftur á bak niður kaðalstigann. Óskaplegt þótti mér að sjá hvernig skipið valt og báturinn gekk upp og niður við skipshliðina. Náði þetta hámarki þegar ungbam var látið síga niður í tágarkörfu [svo] og grét hástöfum. Nú var ég orðinn sjóveikur og farinn að kasta upp. Ekkert bar á Hrefnu, enda var hún raunar aldrei sjóveik á þeim árum og lengi síðan í meira lagi hörð af sér. Eru það sennilega kynni mín af henni og fleiri val- kyrjum bemsku minnar m.m., sem valda því að ég hafna algerlega kenningu Bjarts í Sumarhúsum að alltaf sé kvenkynið aumara mannkynið! Báturinn varð nú fullskipaður, og gefinn laus frá skipshliðinni, mennimir tveir sett- ust undir árar en mamma náði inn fanglín- unni sjóblautri sem hafði slegist lauslega um steinnibbu rétt fyrir frarnan bátinn. Fast land undir fótum Ekkert varð sögulegt við landtökuna, enda var nærri ládauður sjór. A eftir fólk- inu kom pósturinn og ýmis smærri farþega- flutningur. Við heimtum þar allt okkar dót, þar með sjalið, sem eftir varð á þilfari og fulla eggjafötu - og hvert egg óbrotið! - Síð- ast kom stráhatturinn minn góði frá Her- manni föðurbróður, en hann hafði orðið eft- ir uppi á sal, þegar mamma bjó okkur í bát- inn. Höfðu mér þá þegar hnigið ekki svo fá tregatár út af hugsanlegum hattmissi, enda þótt mamma fullyrti að litlu skipti um hatt- inn fyrst allir væru heilir á land komnir. Fólkið tók fljótt gleði sína og hóf upp dans og söng þarna á grasinu, og hafði ég látið í ljósi mikla vanþóknun yfir slíkri létt- úð við mömmu rnína! Enginn vissi í fyrstu nákvæmlega hvar við vorum á land komin. En brátt létti nokkuð í þokuna og þekkti þá mamma og aðrir kunnugir fjöll og kennileiti. En Sterl- ing strandaði eins og kunnugt er á svo- nefndu Sléttanesi nokkru utan við bæinn Brimnes á norðurbyggð Seyðisfjarðar. Matur var fluttur á land og smurt brauð á boðstólum. Mamma náði okkur í sneiðar sem smökkuðust ákaflega vel. Einhver átti brjóstsykur í glösum. Loftskeytamaður hafði náð sambandi áður en siglan brotnaði og loftnet slitnuðu. Fréttin barst út og kom mjög óvænt. Varðskipið Fylla kom fljótlega á vett- 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.