Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 40
Múlaþing
Gagnheiðarskarðið nyrðra, sem er á milli
syðri Stuðulsins og norðurenda Gagnheið-
arinnar, og Stuðullinn hafður á vinstri
hönd. Þegar komið er í skarðið tekur við
grunn dalkvos sem gengur inn sunnan við
Hrútafellið og endar í klettasveif nyrst í
Gagnheiðinni. Er hún kölluð Aurar. Sunn-
an við þá er klettahjalli í miðju fjallinu sem
kallaður er ýmist Gagnheiðarhnúkur eða
Miðheiðarhnúkur. Af honum er sagt að sé
jafn langt til þriggja bæja, þ.e. Stuðla, Dala
og Þorvaldsstaða í Breiðdal. Best er að fara
yfir Aurana, sem eru innst í sveifinni, og er
þá komið suður á Gagnheiðarhnúkinn. Er
þá skammt í Gagnheiðarskarðið syðra, sem
er norðan við Gagnheiðartindinn. Þegar
komið er suður úr skarðinu er komið í Hró-
arsdalinn sem er norður af Þorvaldsstöðum.
Leið þessi mun nokkuð hafa verið farin á
fyrri tímum milli Breiðdals og Reyðarfjarð-
ar, en sjaldan úr Fáskrúðsfirði.
Nokkuð fyrir sunnan Gagnheiðartindinn
og vestan við Lambafellið er Mjóskjónu-
skarð en það mun hafa verið fáfamara en
Gagnheiðarskarðið.
Þegar farið var af Stuðlaheiði til Skrið-
dals var farið vestur úr skarðinu fyrir botn
Hjálmardalsins og yfir kjölinn á Miðdegis-
fjallinu og vestur Seldalsbrúnir þar til kom-
ið er á varpið milli Seldals og Djúpadals,
síðan fram úr Djúpadal í Þórudal og er þá
augljós leið til byggða. Um þessa leið má
lesa í grein eftir Hrólf Kristbjömsson í öðru
bindi Múlaþings.
Brosaskarð
Brosaskarð er á milli Nyrðri-Stuðuls og
fjallatinds sem ekki hefur nafn en er oft til-
greindur sem hnúkurinn milli skarðanna,
þ.e. Brosaskarðs og Hrútaskarðs. Raflína
liggur um skarðið. Frá Dölum er farin sama
leiðin og til Stuðlaheiðar inn að Heiðarvaði
nema ekki er farið yfir vaðið heldur inn
norðan við Hrútána, inn á Brosaskarðs-
hrygg og upp hann beint í skarðið. Þegar
komið er norður úr skarðinu er stutt í botn
sem er innan við Skessuna og úr botninum
er farið niður langa og bratta brekku sem er
innan við Skessuna og kölluð Skessukinn.
Er þá komið niður utan við túnið á Stuðlum,
talið fjögurra tíma gangur. Raflína liggur
um Brosaskarð.
Hrútaskarð
Hrútaskarð er á milli Hallberutinds að
austan og nafnlauss tinds að vestan (sjá:
Brosaskarð). Leiðin var frekar fáfarin enda
hærri og brattari en aðrar leiðir. Þegar farið
var frá Dölum var Stuðlaheiðarleið farin inn
hjá Heiðarvaði, en síðan beint upp innan
við kletta Fögrahlíðarhjallans sem er vestan
undir Hafrafellinu og síðan beint í skarðið.
Engar vörður eru á þessari leið. Norður úr
skarðinu er komið niður í Hrútadalinn og
farið eftir honum að Hrúteyri eða Borgar-
gerði.
Austan við Hallberutind, milli hans og
Kollufells, er skarð sem sjaldan var farið en
þó sæmilega fært fyrir gangandi menn.
Skarð þetta er skammt innan við Dali og er
komið niður nokkuð utan við Hrúteyri, tal-
ið fjögurra og hálfs tíma gangur. Ur skarði
þessu er mjög auðvelt að ganga á Hallberu-
tindinn og njóta góðs útsýnis.
Eyrarskarð
Leiðin er milli Gestsstaða í Fáskrúðs-
firði og Eyrar í Reyðarfirði og var sjaldan
farin. Hægt var að fara tvær leiðir. Önnur
var milli Hoffells og Sauðadalsfells og var
þá farið upp af Flatafjalli innst. Stundum
var farið upp í Hoffellsdal, sem gengur inn
norðan við Hoffellið, og inn úr honum í
skarð sem er á milli Hoffells og Goðaborg-
ar og er þá komið á hina leiðina. Sagnir eru
um að þessi leið hafi verið farin með hesta
38