Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 40

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 40
Múlaþing Gagnheiðarskarðið nyrðra, sem er á milli syðri Stuðulsins og norðurenda Gagnheið- arinnar, og Stuðullinn hafður á vinstri hönd. Þegar komið er í skarðið tekur við grunn dalkvos sem gengur inn sunnan við Hrútafellið og endar í klettasveif nyrst í Gagnheiðinni. Er hún kölluð Aurar. Sunn- an við þá er klettahjalli í miðju fjallinu sem kallaður er ýmist Gagnheiðarhnúkur eða Miðheiðarhnúkur. Af honum er sagt að sé jafn langt til þriggja bæja, þ.e. Stuðla, Dala og Þorvaldsstaða í Breiðdal. Best er að fara yfir Aurana, sem eru innst í sveifinni, og er þá komið suður á Gagnheiðarhnúkinn. Er þá skammt í Gagnheiðarskarðið syðra, sem er norðan við Gagnheiðartindinn. Þegar komið er suður úr skarðinu er komið í Hró- arsdalinn sem er norður af Þorvaldsstöðum. Leið þessi mun nokkuð hafa verið farin á fyrri tímum milli Breiðdals og Reyðarfjarð- ar, en sjaldan úr Fáskrúðsfirði. Nokkuð fyrir sunnan Gagnheiðartindinn og vestan við Lambafellið er Mjóskjónu- skarð en það mun hafa verið fáfamara en Gagnheiðarskarðið. Þegar farið var af Stuðlaheiði til Skrið- dals var farið vestur úr skarðinu fyrir botn Hjálmardalsins og yfir kjölinn á Miðdegis- fjallinu og vestur Seldalsbrúnir þar til kom- ið er á varpið milli Seldals og Djúpadals, síðan fram úr Djúpadal í Þórudal og er þá augljós leið til byggða. Um þessa leið má lesa í grein eftir Hrólf Kristbjömsson í öðru bindi Múlaþings. Brosaskarð Brosaskarð er á milli Nyrðri-Stuðuls og fjallatinds sem ekki hefur nafn en er oft til- greindur sem hnúkurinn milli skarðanna, þ.e. Brosaskarðs og Hrútaskarðs. Raflína liggur um skarðið. Frá Dölum er farin sama leiðin og til Stuðlaheiðar inn að Heiðarvaði nema ekki er farið yfir vaðið heldur inn norðan við Hrútána, inn á Brosaskarðs- hrygg og upp hann beint í skarðið. Þegar komið er norður úr skarðinu er stutt í botn sem er innan við Skessuna og úr botninum er farið niður langa og bratta brekku sem er innan við Skessuna og kölluð Skessukinn. Er þá komið niður utan við túnið á Stuðlum, talið fjögurra tíma gangur. Raflína liggur um Brosaskarð. Hrútaskarð Hrútaskarð er á milli Hallberutinds að austan og nafnlauss tinds að vestan (sjá: Brosaskarð). Leiðin var frekar fáfarin enda hærri og brattari en aðrar leiðir. Þegar farið var frá Dölum var Stuðlaheiðarleið farin inn hjá Heiðarvaði, en síðan beint upp innan við kletta Fögrahlíðarhjallans sem er vestan undir Hafrafellinu og síðan beint í skarðið. Engar vörður eru á þessari leið. Norður úr skarðinu er komið niður í Hrútadalinn og farið eftir honum að Hrúteyri eða Borgar- gerði. Austan við Hallberutind, milli hans og Kollufells, er skarð sem sjaldan var farið en þó sæmilega fært fyrir gangandi menn. Skarð þetta er skammt innan við Dali og er komið niður nokkuð utan við Hrúteyri, tal- ið fjögurra og hálfs tíma gangur. Ur skarði þessu er mjög auðvelt að ganga á Hallberu- tindinn og njóta góðs útsýnis. Eyrarskarð Leiðin er milli Gestsstaða í Fáskrúðs- firði og Eyrar í Reyðarfirði og var sjaldan farin. Hægt var að fara tvær leiðir. Önnur var milli Hoffells og Sauðadalsfells og var þá farið upp af Flatafjalli innst. Stundum var farið upp í Hoffellsdal, sem gengur inn norðan við Hoffellið, og inn úr honum í skarð sem er á milli Hoffells og Goðaborg- ar og er þá komið á hina leiðina. Sagnir eru um að þessi leið hafi verið farin með hesta 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.