Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 41

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 41
Fjallaskörð og leiðir í Fáskrúðsfirði en fyrir gangandi menn tekur ferðin fjóra og hálfan til fimm tíma. Guðrúnarskörð Guðrúnarskörð eru tvö, ytra og innra, en á milli þeirra er nafnlaus hnúkur. Skörðin eru á milli Miðaftanshnúks og Lambafells. Leiðin um skörðin var frá Búðum, Kirkju- bóli og Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði að Eyri og Berunesi við Reyðarfjörð. Leiðin var fremur fáfarin. Breiðdalsskarð Breiðdalsskarð er fyrir botni Breiðdals (í Reyðarfirði), á milli Búðafells og Miðaft- anshnúks. Leið frá Hafnamesi og Þemu- nesi til innsveitar í Fáskrúðsfirði. Örnólfsskarð Örnólfsskarð er utan við Örnólfinn. Leiðin var fjölfarin milli Brimness og Þemuness. Frá Þemunesi liggur leiðin upp yfir Hálsinn og yfir Breiðdalsá á Ömólfs- skarðsvaði og síðan upp með Bægslum og upp á Örnólfsfleti og þaðan upp í Hóla og síðan í skarðið. Ur skarðinu liggur leiðin inn og niður eftir hlíðinni að Gilsá og niður með henni. Nálægt þriggja tíma gangur. Hrossadalsskarð Hrossadalsskarð er milli Kerlingarfjalls og Heljartinds. Leiðin er milli Brimnes- gerðis í Fáskrúðsfirði og Hafraness við Reyðarfjörð. Frá Hafranesi lá leiðin um Kúasnið upp á Kúahjalla og þaðan upp í Hrossadal. Efst í dalnum er Brattabrekka og lá vegurinn upp hana áður. Arin 1926 til 1928 var rudd gata utan við Bröttubrekku og fékkst þar betri leið með hesta. Skötu- steinar eru milli Bröttubrekku og skarðsins. Frá skarðinu liggur leiðin inn og niður í Flrossadalinn og ofan að Brimnesgerði. Sími var lagður yfir skarðið urn leið og hann kom á Austurland og voru símstöðvar á bæjunum, sitt hvoru megin við skarðið, en er nú aflagður fyrir nokkru. Leiðin um skarðið var fjölfarin og talin tveggja og hálfs tíma gangur. Skildingaskarð Skildingaskarðsleiðin liggur af Hrossa- dalsskarði og inn fyrir ofan Hafranesfellið og er þá farið inn með Kerlingarfjallinu og í Skildingaskarðið og niður með Jónatans- öxlinni og yfir Breiðdalsá á Skildingaskarð- svaði og er þá stutt í Þemunes. Staðarskarð Skarðið er á milli Hrútafells að utan og Skarðshnúks að innan sem í seinni tíð hefur verið nefndur Vegahnúkur. Leið um skarð- ið var frá Höfðahúsum, Amagerði og Kol- freyjustað í Fáskrúðsfirði, að Kolmúla og Vattarnesi fyrir norðan skarð. Af bæjum fyrir norðan skarð var farið Staðarskarð til kirkju á Kolfreyjustað. Frá Kolmúla liggur vegurinn út og upp Gvendarhjalla og upp á Hvarf og sást þá ekki lengur frá Kolmúla. Þegar komið er út yfir Hvarfsá beygir veg- urinn upp á Sóleyjarhjalla hjá Vindinga- vörðu. Hjá vörðunni var alltaf hvílt og oft borðað af nesti. Af Sóleyjarhjalla liggur vegurinn beint upp í skarðið. Áður mun vegurinn hafa legið neðar. Bílvegur kom yfir skarðið 1944 og var farinn til 1966. I sóknarlýsingu séra Ólafs Indriðasonar frá 1841 segir svo um Staðarskarð: „Milli Kolmúla og Kolfreyjustaðar liggur Staðar- skarð, tæp míla á lengd. Það er bratt, eink- um að sunnan. Norðan að því gengur vegur upp eftir Gvöndarhjalla. Á honum miðjum stendur Gvöndarsteinn hvar mælt er að Gvöndur biskup helgi hafi sungið tíðir til að afstýra bráðadauða á mönnum, sem þó enn- þá í mannaminnum hefur optar en eitt sinn þar nálægt að borið.“ 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.