Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 41
Fjallaskörð og leiðir í Fáskrúðsfirði
en fyrir gangandi menn tekur ferðin fjóra og
hálfan til fimm tíma.
Guðrúnarskörð
Guðrúnarskörð eru tvö, ytra og innra, en
á milli þeirra er nafnlaus hnúkur. Skörðin
eru á milli Miðaftanshnúks og Lambafells.
Leiðin um skörðin var frá Búðum, Kirkju-
bóli og Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði að Eyri
og Berunesi við Reyðarfjörð. Leiðin var
fremur fáfarin.
Breiðdalsskarð
Breiðdalsskarð er fyrir botni Breiðdals
(í Reyðarfirði), á milli Búðafells og Miðaft-
anshnúks. Leið frá Hafnamesi og Þemu-
nesi til innsveitar í Fáskrúðsfirði.
Örnólfsskarð
Örnólfsskarð er utan við Örnólfinn.
Leiðin var fjölfarin milli Brimness og
Þemuness. Frá Þemunesi liggur leiðin upp
yfir Hálsinn og yfir Breiðdalsá á Ömólfs-
skarðsvaði og síðan upp með Bægslum og
upp á Örnólfsfleti og þaðan upp í Hóla og
síðan í skarðið. Ur skarðinu liggur leiðin
inn og niður eftir hlíðinni að Gilsá og niður
með henni. Nálægt þriggja tíma gangur.
Hrossadalsskarð
Hrossadalsskarð er milli Kerlingarfjalls
og Heljartinds. Leiðin er milli Brimnes-
gerðis í Fáskrúðsfirði og Hafraness við
Reyðarfjörð. Frá Hafranesi lá leiðin um
Kúasnið upp á Kúahjalla og þaðan upp í
Hrossadal. Efst í dalnum er Brattabrekka
og lá vegurinn upp hana áður. Arin 1926 til
1928 var rudd gata utan við Bröttubrekku
og fékkst þar betri leið með hesta. Skötu-
steinar eru milli Bröttubrekku og skarðsins.
Frá skarðinu liggur leiðin inn og niður í
Flrossadalinn og ofan að Brimnesgerði.
Sími var lagður yfir skarðið urn leið og
hann kom á Austurland og voru símstöðvar
á bæjunum, sitt hvoru megin við skarðið,
en er nú aflagður fyrir nokkru. Leiðin um
skarðið var fjölfarin og talin tveggja og
hálfs tíma gangur.
Skildingaskarð
Skildingaskarðsleiðin liggur af Hrossa-
dalsskarði og inn fyrir ofan Hafranesfellið
og er þá farið inn með Kerlingarfjallinu og
í Skildingaskarðið og niður með Jónatans-
öxlinni og yfir Breiðdalsá á Skildingaskarð-
svaði og er þá stutt í Þemunes.
Staðarskarð
Skarðið er á milli Hrútafells að utan og
Skarðshnúks að innan sem í seinni tíð hefur
verið nefndur Vegahnúkur. Leið um skarð-
ið var frá Höfðahúsum, Amagerði og Kol-
freyjustað í Fáskrúðsfirði, að Kolmúla og
Vattarnesi fyrir norðan skarð. Af bæjum
fyrir norðan skarð var farið Staðarskarð til
kirkju á Kolfreyjustað. Frá Kolmúla liggur
vegurinn út og upp Gvendarhjalla og upp á
Hvarf og sást þá ekki lengur frá Kolmúla.
Þegar komið er út yfir Hvarfsá beygir veg-
urinn upp á Sóleyjarhjalla hjá Vindinga-
vörðu. Hjá vörðunni var alltaf hvílt og oft
borðað af nesti. Af Sóleyjarhjalla liggur
vegurinn beint upp í skarðið. Áður mun
vegurinn hafa legið neðar. Bílvegur kom
yfir skarðið 1944 og var farinn til 1966.
I sóknarlýsingu séra Ólafs Indriðasonar
frá 1841 segir svo um Staðarskarð: „Milli
Kolmúla og Kolfreyjustaðar liggur Staðar-
skarð, tæp míla á lengd. Það er bratt, eink-
um að sunnan. Norðan að því gengur vegur
upp eftir Gvöndarhjalla. Á honum miðjum
stendur Gvöndarsteinn hvar mælt er að
Gvöndur biskup helgi hafi sungið tíðir til að
afstýra bráðadauða á mönnum, sem þó enn-
þá í mannaminnum hefur optar en eitt sinn
þar nálægt að borið.“
39