Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 49

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 49
Eyjar í jökulhafi - Smjörfjallgarður SmjörfjaHgarður milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa Hér verður lýst lausum yfirborðsjarð- lögum á fjallgarðinum er skilur að Héraðs- flóa og Vopnafjörð. Fjallabálkurinn er hér í heild nefndur Smjörfjallgarður og rís hann upp norðaustur frá Smjörvatnsheiði, er hæstur sunnantil gengt innri hluta Vopnafjarðarhéraðs og móts við mynni Jökuldals inn af Héraðsflóa. Þessi hluti hans heitir Smjörfjöll og ná þau hæst í 1255 m y.s. Fjallgarðurinn er allur skörð- óttur og skorinn af dölum og dalverpum er flest opnast í Vopnafjörð utanverðan. Böðvarsdalur er mestur dala þar og ristir fjallgarðinn frá sjó inn að nyrðri enda Smjörfjalla. Vestan Böðvarsdals eru Krossavíkurfjöll og Vindfellsfjall, aðskilin að hluta með stuttum dal er heitir Gljúfurs- árdalur. Vestan undir Krossavíkurfjöllum nefnist Fjallasíða. Austan Böðvarsdals ganga Hlíðarfjöll fram um Hellisheiði og enda í Fagradalsfjöllum og Kollumúla (sjá 1. mynd). Þetta landsvæði er einn þeirra útkjálka sem hefur samkvæmt ofangreindum hug- myndum síðari ára, staðið innan jökul- skjaldar á síðasta jökulskeiði en hugsanlega skotið efstu rindum upp úr ísþekjunni. Eg hef skoðað þennan fjallgarð nokkuð með tilliti til uppbyggingar berggrunnsins og jafnframt reynt að ráða í landmótun fjall- anna út frá rofi og setmyndunum. A lág- lendi í innanverðri Jökulsárhlíð og Vopna- firði eru sterk ummerki um jökulrof. A Smjörvatnsheiði suðvestan Smjörfjalla eru jökulsorfnir ásar og melar þaktir jökulruðn- ingi. Þegar kemur upp í efri hluta Srnjör- fjalla og þaðan út fjallgarðinn og dalina sem opnast út til strandar í Vopnatjarðarfjöllum verður fyrir þykk urðarkápa og er að sjá að hún sé frostsprengd úr berggrunninum. Kápan virðist vera tiltölulega jafnþykk uppi á fjallgarðinum en utan í brúnum eru víða grunnar skálar með þykkari staðbundnum urðarbingjum utantil sem virðast vera að síga undan halla. Reyndar setja þessir urð- arbingir víða mjög sterkan svip á landslag- ið og eru þeir ýmist með bungótta mela eða mjög skýr skriðeinkenni (langgarða og samkýtings kiprur og öll form þar á milli). í stuttu máli sagt sýnast landmótunarein- kenni í Smjörfjallgarði falla greiðlega að þeim landmótunareinkennum sem finnast á frerasvæðum utan jökulskjaldar (þ.e. Per- iglacial environment, samkvæmt t.d. Summerfield 1991). Jökulrofi og setmyndunum sem rekja má til jökla hefur verið gerð greinargóð skil í fjölmörgum ritum á íslensku. Minna hef- ur verið fjallað um landsvæði sem ætla má að legið hafi á jaðarsvæðum jökulhvela og utan þeirra á jökultíma. Af ummerkjum að dæma lá Smjörfjallgarður á mörkum jökul- skjaldar og íslausra frerasvæða og eru land- myndanirnar því blandaðar. Eitthvert sterkasta landlagseinkenni sem talið er myndast á mörkum jökulskjaldar og íslausra frerasvæða eru hvilftir og skálar. Þær er gjarnan að finna við innanverða jök- ulsorfna dali. I Smjörfjallgarði eru skálar algengar hátt í fjöllum og fara þær lækkandi út skagann. Syðst, þar sem Smjörfjöll rísa hæst eru ávalar brúnir til suðurs en að norð- an eru brattar fjallsbrúnir í 1100-1250 m y.s. með skálum þar sem skálabotnarnir eru í um 900 m y.s. Fjallið og skálabotnamir fara lækkandi til norðurs að Lambadals- skarði sem er um 900 m hátt skarð sem skerst tæplega 100 m niður í fjallskambinn á milli draga Böðvarsdals og dalverpis (Lambadals) sem er upp af Refsstað í Vopnafirði. Grynnri skálar liggja hátt í fjall- garðinum að sunnan, (víða upp af dalverp- urn) út með Hlíðarfjöllum. 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.