Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 63

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 63
Eyjar í jökulhafi - Smjörfjallgarður hafa birst á prenti hin síðari ár. Vitnað hef- ur verið til þeirra greina framarlega í grein- inni. Greinarhöfundur hefur skoðað kerfis- bundið laus jarðlög annarsstaðar á útkjálk- um Islands (Vestfjörðum, Miðnorðurlandi og Austfjörðum). Víða má þar finna jarðlög hliðstæð þeim sem lýst hefur verið í Smjör- fjallgarði. Af þeim dregur höfundur þá ályktun að þau hafi myndast í sífrera utan jökulskjaldar líkt og þau jarðlög í Smjör- fjallgarði sem lýst er framar í greininni (16. og 17. mynd). Fram til þessa hefur reynst erfitt að finna jarðmyndanir og jarðlög frá síðasta jökul- skeiði sem tímasetja mætti nákvæmlega. A Reykjanesskaga skammt norðaustan Grindavíkur finnast víða móbergsstapar og basaltþekjur er hvfla á móbergi (Leó Krist- jánsson og Agúst Guðmundsson 1980). Nokkrar þeirra hafa verið aldursgreindar (6 staðir) og þrátt fyrir talsvert há skekkju- mörk fyrir hverja greiningu gefur meðaltal 19 greininga aldurinn 42 þúsund ár með skekkjumörk um 4 þúsund ár til eða frá (Levi o. fl. 1990). Hæðir og dreifing basalt- hetta á Reykjanesskaga ásamt jökulrákum þar benda til þess að jökull hafi verið sjálf- stæður á skaganum og þá lítill á Suðvestur- landi á síðasta jökulskeiði eða a.m.k. á mið- og síðari hluta þess (Agúst Guðmundsson, 1995 b). Við Njarðvíkur á Reykjanesskaga hafa Haukur Jóhannesson og Kristján Sæ- mundsson (1995) fundið skeljaleifar og lát- ið aldursgreina þær. Þessar skeljar eru á milli 20 og 25 þúsund ára gamlar og vitna til þess að jökuljaðarinn hefur ekki náð út á utanverðan Reykjanesskaga er þær mynd- uðust. Auk þess má álykta að hafi jökull 19. mynd. Þykkir frostveðraðir urðarbingir í Blöndubotnum ofan Torfastaðamela. Undan þessum bingjum rennur skolgrátt vatn sem Blanda dregur nafn af. Rennir það stoðum undir að ís sé grafinn í urðinni. I baksýn er Blönduhnjúkur. Ljósm. Agúst Guðmundsson síðar gengið fram yfir setlögin með skelja- leifunum, þá hefur hann farið mjúklega þar um. Jón Eiríksson og fl. hafa fundið skelja- leifar í utanverðum Skerjafirði og hafa þær reynst vera urn 27 þúsund ára (Jón Eiríks- son pers. upplýs. 1996). Loks má geta þess að sumarið 1993 fann greinarhöfundur skeljaleifar undir urðarbingjum á Almenn- ingi nyrst í Austur-Fljótum vestan Siglu- fjarðar. Þessar skeljaleifar hafa verið ald- ursgreindar og eru að lágmarki 44 þúsund ára. Þessar aðskildu vísbendingar frá Reykjanesskaga og norðanverðum Trölla- skaga benda til þess að jökull hafi ekki ver- ið á þeim stað sem skeljaleifamar finnast á er þær mynduðust og vart gengið nema þá lítillega yfir þær síðar. Samkvæmt því má telja líklegt að stór strandsvæði á Islandi (eins og Smjörfjallgarður) hafi getað verið mjög íslítil meginhluta síðasta jökulskeiðs. 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.