Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 67
Húseyjarnælan
má einnig líta á nælumar sem skart. Konur
klæddust kyrtlum og yfir hann festu þær
blæjur með nælunum, annað hvort á öxl eða
á brjósti. Nælurnar voru oftast úr málmi eða
málmblöndu, steyptar í mót úr leir eða taði,
og voru margs konar að lögun. Þær gátu
verið þríblaða, tungulaga, kúptar og aflang-
ar eða kringlóttar. Húseyjamælan er kringl-
ótt en þær kringlóttu eru minnstar, oftast að-
eins 2,5-3,5 cm í þvermál. I sumum kringl-
óttu nælanna hanga keðjur með skreyttum
axarlaga málmplötum til endanna. Efna-
greining sýndi að sú sem fannst í Húsey er
úr messing og skreytt með skíragulli.
Skraut hennar er upphleypt og hefur gullið
verið slegið í skorumar.
Skraut nælanna segir oftast til um aldur
þeirra en nælur víkingaaldar voru skreyttar
samkvæmt tísku þeirra tíma. Þekktustu
skreytistílarnir eru Ásubergsstílar, Borró-
stíll, Jalangurstíll, Mammenstíll, Hringa-
ríkisstíll og Umesstíll. Þrír fyrstu þeirra
teljast tilheyra fyrri hluta víkingaaldar og
þrír síðari til seinni hluta víkingaaldar.
Sumir stflanna voru lengi í umferð, oft
blandaðir saman, auk þess sem til eru ýmis
afbrigði af þeim flestum. Talið er að yngstu
íslensku gripirnir, sem skreyttir eru víkinga-
aldarskreyti, séu frá upphafi 12. aldar en
greiniiegt er að íslendingar hafa fylgt
grönnum sínum í austri fast eftir hvað varð-
ar tísku og klæðaburð því hér er þróunarfer-
ill skreytistílanna nánast sá sami og þar.
Húseyjarnælan er skreytt í Borróstfl en
stíllinn er talinn vera sá fyrsti sem barst til
Islands. Það sem einkennir stílinn er dýrs-
höfuð með útstæð, kringlótt augu. Dýrið
hefur yfirleitt kringluleitt andlit með af-
langa snoppu. Búkur þess er oft langur,
fléttast um sig sjálfan og myndar þar með
skraut. Á Húseyjarnælunni eru dýrshöfuðin
fjögur og fléttast búkar dýranna hver um
annan. Mjög svipuð næla hefur fundist í
Færeyjum en á henni eru dýrshöfuðin þrjú
og talið er að hún sé úr bronsi.
Nokkrir gripir, sem hafa fundist á Hér-
aði, eru skreyttir í Borróstíl. Þar er helst að
nefna nælu sem fannst í kumli við bæinn
Vað í Skriðdal skömmu eftir aldamótin síð-
ustu. Þessi næla er kringlótt en með keðj-
um. I kumli fornmannsins við Þórisá í
Skriðdal fannst einnig sylgja og sproti með
skreyti í Borróstfl.
Hugsanlegt er að fundarstaður Húseyj-
arnælunnar hafi eitt sinn verið gröf úr
heiðnum sið, því í þeim er slíkar nælur helst
að finna. Aðeins einu sinni hefur næla, af
sömu gerð og Húseyjamælan, fundist utan
kumls hér á landi. Sú næla fannst við fom-
leifarannsókn í víkingaaldarbyggingu á
Hofsstöðum í Garðabæ síðastliðið sumar.
Hún er stærri en Húseyjamælan og trúlega
yngri. Ekki minnist finnandi Húseyjamæl-
unnar þess að hafa séð bein eða bygginga-
leifar þar sem nælan fannst en fundur henn-
ar er engu að síður merkur og bendir til þess
að í Húsey gæti hafa verið byggð allt frá
fyrstu áram landnáms á íslandi.
Heimildir:
Kulturhistorisk leksikonfor nordisk middelalder. „Borrestilen“. Bindi II. 1957. Bókaútgáfan Isafold.
Kristján Eldjárn 1956: Kuml og haugfé. Bókaútgáfan Norðri.
Lise Gjedssö Bertelsen 1994: „Yngri víkingaaldarstílar á íslandi“ (bls. 51-74).
Arhók hins (slenska fornleifafélags 1993. Hið íslenska bókmenntafélag.
Víkingarnir. Almenna bókafélagið 1966..
Vilhjálmur Öm Vilhjálmsson 1994: „Næla frá Vaði“ (bls. 78-79). Gersemar og þarfaþing. Hið íslenska
bókmenntafélag.
65