Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 70
Múlaþing
Austfirðingasögur segja sitthvað frá
Skriðdælingum. Hæpið er að nota þær sem
heimildir um staðhætti á dögum haugbúans
við Þórisá, þótt þær geti gefið góða vís-
bendingu um hvernig umhorfs var í Skrið-
dal á ritunartíma sagnanna og hvaða munn-
mæli hafi á þeim tíma gengið meðal fólks.
I Hrafnkels sögu segir frá búsetu Hrafn-
kels Hallfreðarsonar í Geitdal.5 Eftir að
Sámur Bjarnason hrakti Hrafnkel frá Aðal-
bóli, og hann hafði byggt bæ sinn á Lok-
hillu og skírt Hrafnkelsstaði, segir Hrafn-
kels saga: „Lagði hann land undir sig allt
fyrir austan Lagarfljót. Þessi þinghá varð
brátt rniklu meiri og fjölmennari en sú er
hann hafði áður haft. Hún gekk upp um
Skriðudal og upp allt með Lagarfljóti."6
Droplaugarsona saga segir nokkuð af
Skriðdælingum7. Þar er sagt frá búsetu Ket-
ils þryms, bróður Graut-Atla, á Húsastöðum
í Skriðdal, áður en hann fór utan og keypti
sér suðureyska jarlsdóttur og flutti með
hana í Amheiðarstaði í Fljótsdal8. Þá kem-
ur fram í sögu Droplaugarsona að Helgi As-
bjamarson átti fylgis- og tengdamenn í
SkriðdaE . A Mýrum bjó tengdasonur hans,
Björn hvíti, og bóndinn á Geirólfseyri fóstr-
aði fyrir hann bam. Er þá upptalið það sem
segir af Skriðdælum í fornum sögum.
Það er flestra manna mál að bær Ævars
gamla Amaldsstaðir sé þar sem í dag heitir
á Amhólsstöðum10 og er það sú jörð í sveit-
inni sem hæst er metin að fornu mati, ef frá
er talinn kirkjustaðurinn Þingmúli, en ekki
er til gamalt mat á þeirri jörð frekar en öðr-
um prestsetrum. Geitdalur er enn á sínum
stað og eins er með Mýrar. Öðru máli
gegnir um Húsastaði og Geirólfseyri. I
Sveitum og jörðum í Múlaþingi er sagt frá
því að í hálsinum fyrir ofan bæinn á Geir-
ólfsstöðum heiti Húsabæjarhlíðar og er það
tilgáta Hrólfs Kristbjamarsonar, sem lengi
bjó á Hallbjamarstöðum í Skriðdal og hefur
látið eftir sig óprentað handrit um búendur í
Skriðdal, að Húsabæjamafnið vísi til hinna
fomu Húsastaða sem hafi verið í nánd Geir-
ólfsstaða* 11. Líklegt er að fombýlið Geir-
ólfseyri hafi staðið á eyrunum neðan Geir-
ólfsstaða; áin hafi brotið land við bæinn
þannig að flytja hafi þurft hann upp í hlíð-
ina og hafi hann eftir það heitið Geirólfs-
staðir. (Samkvæmt ömefnaskrá Hallorms-
staðar, sem Guttormur Pálsson skráði
193212, heita Húsabæjarhlíðar á Hallorms-
staðahálsi í landi Hallormsstaðar: ... „þar
var setið yfir kvíám og einnig eru þar rústir
af smalakofum og mun nafnið vera dregið
af þeim“, segir Guttormur.) Eg tel þessar
tilgátur báðar líklegar. Þar við bætist að
gegnt Geirólfsstöðum er bærinn Eyrarteigur
og nokkur líkindi fyrir því að hann hafi
upphaflega byggst úr jörð með Eyramafni.
Það er áberandi að jarðimar í Skriðdaln-
um, þær sem að líkindum eru elstar, bera
náttúrunöfn: Vað, Mýrar, Múli (Þingmúli),
Fell (Sandfell), Dalur (Geitdalur). Þessu til
viðbótar væri þá Eyri (Geirólfseyri)13. Sam-
kvæmt gömlum máldögum hefur síðan heit-
ið á Skriðu inni í Suðurdal. Undantekning
frá náttúrunöfnunum eru Arnhóls(alds)-
5 Islenskfornrit XI, Hrafnkels saga, bls. 97-98.
6 Islenskfornrit XI, Hrafnkels saga, bls. 125.
7 Islenskfornrit XI, Droplaugarsona saga, bls. 137.
8 Islensk fornrit XI, Droplaugarsona saga, bls. 143.
9 Islensk fornrit XI, Droplaugarsona saga, hls. 143.
10 Sveitir og jarðir í Málaþingi II.b., bls. 80.
11 Sveitir og jarðir í Múlaþingi Il.b., bls. 83.
12 Örnefnaskrá Vallahrepps varðv. í Hérðsskjalasafni Austfirðinga, Hallormsstaður, Órn. 7.
13 Isl.fornbr. IV. bindi, Múlamáldagi, bls. 203.
68