Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Síða 98
Múlaþing
tímann. Ef stórbrim gerði á meðan æðar-
ungamir voru litlir, þá fórst mikið af þeim.
Þegar ég var krakki var miklu meira af alls
konar sundfuglum við sjóinn heldur en nú
er. Þá var óhemjumikið af hávellum á vetr-
um og voru mikið skotnar, eins straumend-
ur, stokkendur, toppendur, rauðhöfðar og
fleiri tegundir.
Sambúðin á Nesi var góð. Armann og
Olína voru mestu sómahjón, Armann mesti
geðprýðismaður, kátur, spaugsamur og létt-
ur í máli, hafði mikla kímnigáfu. Hann var
hirðumaður og gekk vel um hús og hey, vel-
virkur á alla vinnu bæði utan bæjar og inn-
an. Armann var meira en í meðallagi á
vöxt, dökkur á hár og skegg, laglegur í and-
liti þó nefið væri í stærra lagi. Ólína var lág
og holdmikil, frekar lagleg, með mikið hár
rautt. Hún var greind kona, hirtin og mikil
húsmóðir í öllum verkum. Ekki var hún
vinmörg, en vinföst við þá sem henni féllu í
geð.
Okkar bær var kallaður útbær, en hinn
bærinn frambær, hann var syðst í bæjar-
þorpinu.
Öllum Neskrökkunum kom vel saman.
Þeir Jón og Halldór urðu fljótt samrýmndir
og góðir félagar. Magga og Anna voru jafn-
gamlar og fór vel á með þeim. Eg var oft að
sniglast með þeim bæði úti og inni. Við
krakkamir höfðum leikföng okkar uppi á
Ytrihólnum. Þar byggðum við smáhús og
höfðum í þeim horn, kjálka, leggi og fleira.
Við kunnum vel við okkur á hólnum, enda
er þar þurrt og fallegt í björtu og góðu veðri.
Við tíndum saman fallega steina í fjörunum
og röðuðum þeim í hillur og skápa í klettum
við sjóinn. Okkur var bannað að bera steina
heim, þeir gætu lent í túnið og skemmt bit-
ið í ljánum þegar farið yrði að slá.
Fyrsta veturinn á Nesi fékk pabbi kenn-
ara. Kennari þessi var frændi okkar af
Skúlaætt, Jón Jónsson, þá ungur maður og
ógiftur. Stuttu síðar giftist hann Halldóru í
Firði í Seyðisfirði. Hún átti Fjörð. Hjónin
bjuggu þar allan sinn búskap. Með bú-
skapnum stundaði Jón skrifstofustörf hjá
Stefáni Th. kaupmanni á Seyðisfirði. Jón
kenndi okkur í stofunni hjá Armanni. Við
vorum átta bömin, við fjögur systkinin,
Fríða, Þura, Magga og eg, og böm Ar-
manns, Dóri og Anna. Tveir drengir frá
Geitavík nutu kennslunnar, þeir Andrés
Guðmundsson og Siggi Einarsson. Þeir
gengu á milli bæjanna. Mig minnir kennsl-
an standa yfir 6-8 vikur. Jón var bráð-
greindur, laglegur maður og harðduglegur.
A báðum Nesbúunum voru hlóðaeldhús
og allur matur eldaður þar. Afþiljuð búr
voru í öðrum enda á eldhúsunum. I þeim
var geymdur allur matur, svo sem slátur,
skyr, mjólk og annað. Við búrbekkinn var
hverjum og einum skammtað á sinn disk og
skál og maturinn borinn í baðstofu til fólks-
ins, en hver sat þar á sínu rúmi. Sama gilti
um gestkomandi kunnugt fólk af öðrum
bæjum, en kæmi ókunnugt fólk var það
borðsett, eins og það var kallað. Þá var
breiddur hvítur dúkur á stofuborð með fyr-
irdiski og hnífapörum og niðurskomum
mat á mörgum diskum raðað á borðið.
Stundum borðaði húsbóndinn með gestun-
um. Sama gilti er gestum var boðið inn að
þiggja kaffi, þeir voru ætíð borðsettir.
Strax fyrsta veturinn á Nesi fór pabbi að
búa undir baðstofubyggingu sem átti að
byrja á strax um vorið. Hann keypti rekatré
og sagaði úr þeim í grindina og líka í borð
er hann heflaði og hafði í súð, en hann hafði
kaupstaðarvið í lausholt og sperrur. Þeir
Helgi vinnumaður og Jón söguðu með
pabba með stórviðarsög. Þeir piltar óku að
grjóti um veturinn í baðstofuveggina.
Grjótið tóku þeir í Hryggjunum, Króabrot-
unum og út við Ystalæk.
Það var mikill moldarmokstur að grafa
96