Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 103
Bernsku- og æskuár í Borgarfirði
Um aldamótin voru aðeins þrjú timbur-
hús á byggðinni, Eyrarhúsið, Jörfi og Berg-
staður - Eiríkshús var það einatt kallað, en
einnig voru stórir fiskiskúrar úr timbri neð-
an við Svínalæk á sjávarbakkanum. Einnig
var allmyndarlegt vörugeymsluhús úr timb-
ri portbyggt sunnan við Eyrarhúsið.
Öll sekkjavara kom með skipum, var
borin á bakinu úr flæðarmáli upp fjöruna og
planið, inn í hús og sumt af henni upp háan
stiga á loftið. Þetta var þrælavinna því að
meiri parturinn af vörunum var í hundrað
kg sekkjum. Það mátti segja að óharðnaðir
unglingar hafi gert meira en þeir gátu, að
slefa þessum þungu sekkjum úr bát og upp
á pakkhúsloft í einum áfanga - og fyrir 20-
25 aura kaup fyrir klukkutímann.
Þriðja sumarið okkar á Nesi keypti
pabbi bát á 60 kr. af Runólfi á Bakka. Þetta
var gamall Færeyingur, lítill og léttur.
Það kom fiskihlaup í fjörðinn á hverju
sumri og þá stutt að fara að ná í fisk í soð-
ið. Við Halldór fórum oft með pabba og
þótti báðum gaman að draga fisk.
Sumarið 1904 kom svo mikill fiskur í
fjörðinn 4. ágúst að bátar þríhlóðu fyrir inn-
an Geitavíkurtanga, fiskurinn var í þykkum
torfum og óð ofansjávar. Þurfti ekki að
renna færi nema rétt út fyrir borðstokkinn.
Þá var gaman að vera á sjó og draga fisk.
Mér er þetta fiskihlaup minnisstætt og víst
öllum sem þá voru á sjó. En þetta hlaup
stóð ekki nema 2-3 daga. Eftir það um sum-
arið var tregur fiskur.
Árið 1902 keypti Ármann eldavél á 30
kr. Hún var frístandandi með tveimur eld-
hólfum og bakaraofni. Ármann setti elda-
vélina niður í pilthúsinu sem upp frá því var
nefnt kokkhús7 . Upp frá því fór öll mat-
reiðsla þar fram. Það þóttu mikil þægindi
þegar eldavélar komu á heimilin og skil-
7 Eldhús eftir að ég man eftir. Á.H.
Andrés Björnsson.
vindur. Eftir að eldavélamar komu var
hlóðareldhúsið aðeins notað til að sjóða í
slátur á haustin og þvo þvotta. Pabbi fékk
gamla eldavél á Seyðisfirði fyrir lítið verð.
Hún var múruð og reyndist illa, var þó not-
ast við hana í mörg ár. Upp úr aldamótun-
um komu eldavélar á flest heimili í Borgar-
firði.
Pabbi fékk skilvindu 1902. Eg held að
það hafi verið fyrsta eða önnur skilvindan
sem kom í Borgarfjörð. Þá fengu mjólkur-
101