Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 104

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 104
Múlaþing bakkamir sem rjómanum var áður fleytt of- an af að hvíla sig. Sigfús á Hofströnd var fyrsti bóndi sem lagði vatnsleiðslu í hús sitt. Hann byggði líka myndarlegt steinhús 1904. Þegar eg var krakki heyrði eg talað um tvo ríka bændur í Borgarfirði. Það voru þeir Þorsteinn Magnússon í Höfn og Sigfús Gíslason á Hofströnd. Tveir aðrir bændur voru taldir vel stæðir, Jón Stefánsson á Gilsárvöllum og Egill Amason á Bakka. Egill fór til Ameríku 1904, þá orðinn gam- all maður og kona hans Guðlaug. Egill var nefndur „ríki" eftir að hann kom vestur. Þau hjónin á Bakka eignuðust 19 eða 20 börn er dóu ung nema fimm og fóru þau vestur. Olína var yngst, 15 ára þegar hún fór. Jó- hannes Jónsson bóndi í Geitavík og Elías sonur hans voru taldir efnaðir, áttu margt fé, 2-3 hesta og 2 kýr. Jóhannes dó gamall maður á Borg í Njarðvík 1906 og Elías son- ur hans árið eftir úr tæringu. Báðir voru þeir jarðaðir í Njarðvík. Um aldamótin voru margir bændur í Borgarfirði með lítil bú og taldir fátækir. Ekki heyrði eg þó talað um að fólk fengi sveitarstyrk. Það þótti hneisa að vera á hreppnum, eins og það var kallað, menn vildu heldur neita sér um eitt og annað. A öllum sjávarjörðum voru til bátar og sumstaðar tveir ef tveir vom ábúendur eða fleiri. Eftir að fiskur gekk á grunnmið á sumrin var hann yfirleitt fljóttekinn á hand- færi, einkum undir Hafnarbjargi og suður með Víkum. Fólk lifði mikið á fiski allt ár- ið, bæði nýjum, söltuðum og hertum. Flesta daga var á borðum til miðdags fiskur og rúgbrauð, kjötmatur þekktist naumast nema á helgidögum og stórhátíðum yfir vet- urinn hjá efnalitlu fólki. Bændur af Úthéraði komu á sumrin að ná í matarfisk. Þeir voru yfirleitt með tvo hesta undir burðinn, en stundum fleiri, allt upp í sex hesta. Eftir að pabbi fékk bátinn fiskaði hann það mikið að hann seldi Hér- aðsbændum fisk er var mjög ódýr á þeim árum, 5-6 kr. hestburðurinn. A þessum árurn var hvalveiði mikið stunduð fyrir Austfjörðum. Tvær hval- vinnslustöðvar voru á Mjóafirði og gengu margir skotbátar frá þeim bæði djúpt og grunnt úti fyrir Austfjörðum. I kyrru veðri heyrðust skothvellimir til lands. Skotbát- amir voru lítil gufuskip, einmastraðir með hvíta tunnu efst í mastri fyrir mann með sjónauka að gá að hvölum. Bátamir voru borðlágir og mjóir, mjög ganghraðir. Það var gaman að sjá þessa báta ösla hér með- fram landinu með einn og tvo hvali í eftir- dragi og leggja þeim á firðinum austur af Geitavíkurtanganum. Þar var þeim safnað saman og dælt lofti í þá, látnir vera þar þangað til stórt dráttarskip kom eftir þeim og slefaði þeim til Mjóafjarðar mörgum í einni lengju. Bændur fóru um borð í hval- fangarana og fengu hjá körlunum sporð og bægsli fyrir lítið verð. Annað máttu þeir ekki láta af hendi. Hvalur þessi var soðinn nýr og settur í sýru og þótti góður matur. Mikið lýsi rann af hvalnum og var látið saman við tólk og haft ofan á brauð þegar lítið var um smjör. Einnig var steikt rúgbrauð í hvallýsi meðan það var nýtt, en það vildi þrána við geym- slu. Allur húsdýraáburður var malaður í skít- amyllu á vorin, þegar skíturinn var orðinn hæfilega þurr. Það var erfitt verk að mala, einkum sauðatað með heydrasli. Þá þurfti karlmaður að snúa myllunni, en upp í létu krakkar og vinnukonur. Hlössin voru lítil, eitt hjólböruhlass í stað eða fjóssleðahlass. Þegar búið var að mala skítinn var hann lát- inn í létt trog er maður tók undir vinstri hendi, hann stiklaði eftir þúfunum og þveitti skítnum yfir þær með hægri hend- 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.