Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 104
Múlaþing
bakkamir sem rjómanum var áður fleytt of-
an af að hvíla sig. Sigfús á Hofströnd var
fyrsti bóndi sem lagði vatnsleiðslu í hús sitt.
Hann byggði líka myndarlegt steinhús
1904.
Þegar eg var krakki heyrði eg talað um
tvo ríka bændur í Borgarfirði. Það voru þeir
Þorsteinn Magnússon í Höfn og Sigfús
Gíslason á Hofströnd. Tveir aðrir bændur
voru taldir vel stæðir, Jón Stefánsson á
Gilsárvöllum og Egill Amason á Bakka.
Egill fór til Ameríku 1904, þá orðinn gam-
all maður og kona hans Guðlaug. Egill var
nefndur „ríki" eftir að hann kom vestur. Þau
hjónin á Bakka eignuðust 19 eða 20 börn er
dóu ung nema fimm og fóru þau vestur.
Olína var yngst, 15 ára þegar hún fór. Jó-
hannes Jónsson bóndi í Geitavík og Elías
sonur hans voru taldir efnaðir, áttu margt fé,
2-3 hesta og 2 kýr. Jóhannes dó gamall
maður á Borg í Njarðvík 1906 og Elías son-
ur hans árið eftir úr tæringu. Báðir voru
þeir jarðaðir í Njarðvík.
Um aldamótin voru margir bændur í
Borgarfirði með lítil bú og taldir fátækir.
Ekki heyrði eg þó talað um að fólk fengi
sveitarstyrk. Það þótti hneisa að vera á
hreppnum, eins og það var kallað, menn
vildu heldur neita sér um eitt og annað.
A öllum sjávarjörðum voru til bátar og
sumstaðar tveir ef tveir vom ábúendur eða
fleiri. Eftir að fiskur gekk á grunnmið á
sumrin var hann yfirleitt fljóttekinn á hand-
færi, einkum undir Hafnarbjargi og suður
með Víkum. Fólk lifði mikið á fiski allt ár-
ið, bæði nýjum, söltuðum og hertum.
Flesta daga var á borðum til miðdags fiskur
og rúgbrauð, kjötmatur þekktist naumast
nema á helgidögum og stórhátíðum yfir vet-
urinn hjá efnalitlu fólki.
Bændur af Úthéraði komu á sumrin að
ná í matarfisk. Þeir voru yfirleitt með tvo
hesta undir burðinn, en stundum fleiri, allt
upp í sex hesta. Eftir að pabbi fékk bátinn
fiskaði hann það mikið að hann seldi Hér-
aðsbændum fisk er var mjög ódýr á þeim
árum, 5-6 kr. hestburðurinn.
A þessum árurn var hvalveiði mikið
stunduð fyrir Austfjörðum. Tvær hval-
vinnslustöðvar voru á Mjóafirði og gengu
margir skotbátar frá þeim bæði djúpt og
grunnt úti fyrir Austfjörðum. I kyrru veðri
heyrðust skothvellimir til lands. Skotbát-
amir voru lítil gufuskip, einmastraðir með
hvíta tunnu efst í mastri fyrir mann með
sjónauka að gá að hvölum. Bátamir voru
borðlágir og mjóir, mjög ganghraðir. Það
var gaman að sjá þessa báta ösla hér með-
fram landinu með einn og tvo hvali í eftir-
dragi og leggja þeim á firðinum austur af
Geitavíkurtanganum. Þar var þeim safnað
saman og dælt lofti í þá, látnir vera þar
þangað til stórt dráttarskip kom eftir þeim
og slefaði þeim til Mjóafjarðar mörgum í
einni lengju. Bændur fóru um borð í hval-
fangarana og fengu hjá körlunum sporð og
bægsli fyrir lítið verð. Annað máttu þeir
ekki láta af hendi.
Hvalur þessi var soðinn nýr og settur í
sýru og þótti góður matur. Mikið lýsi rann
af hvalnum og var látið saman við tólk og
haft ofan á brauð þegar lítið var um smjör.
Einnig var steikt rúgbrauð í hvallýsi meðan
það var nýtt, en það vildi þrána við geym-
slu.
Allur húsdýraáburður var malaður í skít-
amyllu á vorin, þegar skíturinn var orðinn
hæfilega þurr. Það var erfitt verk að mala,
einkum sauðatað með heydrasli. Þá þurfti
karlmaður að snúa myllunni, en upp í létu
krakkar og vinnukonur. Hlössin voru lítil,
eitt hjólböruhlass í stað eða fjóssleðahlass.
Þegar búið var að mala skítinn var hann lát-
inn í létt trog er maður tók undir vinstri
hendi, hann stiklaði eftir þúfunum og
þveitti skítnum yfir þær með hægri hend-
102