Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Qupperneq 111
Bernsku- og æskuár í Borgarfirði
voru góðir söng- og leikkraftar, sem reglu-
lega gaman var að hlusta á og sjá.
Mér er sérstaklega minnisstætt þegar
Skugga-Sveinn var leikinn hér í fyrsta sinn.
Það mun hafa verið 1917. Skugga-Svein
lék Þorsteinn M. Jónsson, Ketil Guðmund-
ur Einarsson, Sigurð í Dal Sigurður Hann-
esson, Astu Sigurjóna Jakobsdóttir, Harald
Hallsteinn Sigurðsson, Ögmund Sveinn
Gíslason Bakka, Lárensíus sýslumann Ólaf-
ur Gíslason verslunarstjóri, Jón sterka
Steinn Magnússon, Grasa-Guddu Ingi T.
Lárusson, Gvend smala Guðrún Hannes-
dóttir, skólapilta Björgvin Guðmundsson og
Jón Bjömsson Steinholti, Möngu Anna G.
Guðmundsdóttir, Geir og Grana Gunnsteinn
Jónsson á Bólum og Guðmundur Magnús-
son frá Kjólsvík, Galdra-Héðin Ingi T.
Lárusson, sjómann undan fjöllum Steinn
Magnússon. Allir leikendur þóttu skila
hlutverkum sínum prýðisvel, sérstaklega
voru Skugga-Sveinn, Ketill, Ögmundur,
sýslumaður og Asta vel leikin. Ingi T.
Lárusson tónskáld var starfsmaður hjá Eyr-
arversluninni í tvö ár hjá Ólafi Gíslasyni
verslunarstjóra. Ingi var glæsilegur maður
og hrókur alls fagnaðar í söng- og skemmt-
analífi. Hann kenndi hér söng og spilaði í
kirkjunni árin sem hann var hér á Borgar-
firði.
Á árunum 1907-1925 var fólk í hreppn-
um eitthvað á fimmta hundrað heimilisfast
og hefur aldrei orðið fleira hvorki fyrr né
síðar. Á þessum árum var margt fólk á
Bakkagerðisbyggðinni og allar jarðir í Vík-
unum í byggð nema Álftavík. Þá var tví-
býli í Brúnavík og Breiðuvík og fjórbýli á
Húsavíkurtorfunni. Setberg fór í eyði
1908.
Um 1918 fór að fækka og 1926 var
íbúatalið komið niður fyrir 400. Höfuðor-
sök þess var hafnleysið sem stóð þorpinu
fyrir þrifum. Lyrsta skeið vélbátatímans
fór illa. Nokkrir bátar voru þá keyptir, en
fórust allir nema einn. Á þriðja áratugnum
komu trillumar og þær reyndust betur því
að hægt var að bjarga þeim á land þegar
brimaði.
Þegar fór að fækka fluttust margar stór-
ar fjölskyldur suður á firði, ein norður að
Skálum á Langanesi, önnur á Vopnafjörð,
sú þriðja upp í Lljótsdal. Það mátti segja að
fólkið færi í allar áttir. Flest var þetta fólk
fætt og uppalið í Borgarfirði. Eg man eftir
fjórum eða fimm fjölskyldum sem fluttu
burtu 1919. Það ár var þó afkoma fólks
frekar góð, allar landbúnaðarafurðir á topp-
verði frá stríðsárunum. Þá var meðalverð á
sláturlambi 50 kr. og þótti gott verð fyrir
kropp og gæru inn í verslun. Næsta haust
féll verðið niður í 25 kr. Ár frá ári hélt
verðið áfram að lækka á öllu búfé, um 1936
var lambið komið niður í 8-9 kr. Þá vora
svokölluð kreppuár sem urðu mörgum
bændum þung í skauti til að hafa í sig og á
og sjá fyrir fjölskyldunr sínum. Sama var
að segja um fiskverðið.
En árferðið var gott þessi ár. Eftir 1924
kom ekki harður vetur fyrr en 1950 og ekki
hafís, mörg vorin góð, en sum í lakara lagi,
en lambahöld jafnan sænrileg. Heyþrol
urðu ekki nema hjá einstaka manni þegar
illa voraði. Þá leituðu þeir til bænda sem
voru aflögufærir. Mig minnir að fyrst væru
hey flutt inn í hreppinn 1951 eftir eitthvert
mesta óþurrkasumar sem eg man eftir. Þrjú
verstu sumur sem eg man eftir voru 1903,
1934 og 1950. Þetta voru hræðileg rign-
ingasumur, en góð spretta bæði 1934 og
1950 og mikið þá sett í vothey af túnum
þótt ekki væru til nema torfgryfjur 1934.
Margir bændur byrjuðu votheysgerð fyrir
1920 og gafst það vel.
(Annann Halldórsson bjó til prentunar)
109