Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 116
Múlaþing
Bátar í Eyrarfjöru um 1940.
eiganda Rauðu skúranna, meira en svo að
fjárhagur þess þyldi það áfall.
Ég er nú einn ofar moldu þeirra sem
unnu í búðinni í Odda, og kominn á þann
aldur sem menn líta gjaman um öxl, en af
þeim sem unnu með mér á Eyrinni er Asta
frænka mín Jónsdóttir ein eftir.
Það var á búðarlokuárum mínurn að 01-
afur Kárason Ljósvíkingur orti: „Það eru
erfiðir tímar, það er atvinnuþref ‘ og vissu-
lega voru þá erfiðir tímar og atvinnan stop-
ul. Þó var ekki kveinað meira þá en nú, þótt
puðið væri óskaplegt. I upp- og útskipun-
um var mannshryggurinn aðalflutningatæk-
ið milli bryggju og búðar. Bera varð allt
sem bært var úr fjöru í pakkhús, hinu var
velt. Slík vinnubrögð væru óhugsandi nú.
Ungu mennirnir í dag hafa vissulega ekki
minna afl í skrokknum en þeir á þessum
dögum, en baggaburður var ekki bara afl-
raun, það var list, æfingin skapaði meistar-
ann og harkan hjálpaði til. Þegar unglingur
hafði borið sinn fyrsta síldarmjölspoka af
lausabryggjunni í fjörunni, 200 pund, upp í
pakkhúsið Klöpp, var hann ekki lengur
strákgemlingur og gat borið höfuðið hátt.
Sumarið 1935 var óskaplegt óþurrka-
sumar, og eftir fylgdi harðindavetur. I apríl
1936 var von á Lagarfossi, gamla Lagga,
með ósköpin öll af fóðurkomi. Skipið fór
frá Kaupmannahöfn 9. apríl og þann 20. var
það lagst við akkeri á Borgarfirði kl. 4.35
árdegis, í norðaustan átt. „Kl. 7 kom einn
bátur út og tók vörur, en kom ekki aftur
vegna brims“. Kl. 8.00 var siglt til Vopna-
fjarðar og losað þar við erfiðar aðstæður
vegna veltings og brims. Að morgni 21. er
Lagginn aftur kominn á Borgarfjörð,
lagðist þar kl. 8.15. „Kom enginn bát-
ur út“. Enn á norðaustan. Kl. 14.00
þann dag segir í loggbók: „Létt akkerum
og fært eftir beiðni frá landi. Kl. 14.15 lagst
aftur út af Hofströnd fyrir akkeri og 45
föðmum af keðju. Strax byrjað að losa. Kl.
19.50 afgreiðslu lokið - Siglt kl. 20.00.“
Hvað býr að baki þess sem ég rakti hér á
undan úr skipsdagbók Lagarfoss? Hvers
vegna er Lagginn að vokka yfir losun á
Borgarfirði 20. apríl 1936, getur losað einn
Kussufarm - siglir á Vopnafjörð, losar þar
og snýr aftur til Borgarfjarðar? Ekki var
það vegna hungursneyðar á Borgarfirði.
Astæðan var yfirvofandi fellir þar og á
Fljótsdalshéraði. Uppskipunin tókst vegna
þess að þótt ófært væri að skipa upp á
Bakkagerði, var betra í sjóinn austur við
Hofströnd og Hofstrandarflesin veitti skjól.
I apríl 1936, eins og jafnan á þeim ámm,
var unginn úr sjómönnum á Borgarfirði far-
inn suður á vertíð, en með því að smala öll-
um, sem vettlingi gátu valdið, tókst að
koma öllum vamingnum á land og bjarga
frá sjó. Mikið af komvörunni var borið upp
í útihúsin á Hamrinum.
En meira þurfti til að bjarga bústofni
Héraðsmanna. Eftir var að koma komvör-
unni upp á Krosshöfða, eða í Stapavík, og
helst einhverju norður á Ker.
Einhvern næsta dag eftir þrældóminn
við uppskipunina við Flesina vatt hann sér í
rólega suðvestan átt sem stóð í viku, að mig
minnir. Dag eftir dag flutti dráttarskipið
114