Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 116

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 116
Múlaþing Bátar í Eyrarfjöru um 1940. eiganda Rauðu skúranna, meira en svo að fjárhagur þess þyldi það áfall. Ég er nú einn ofar moldu þeirra sem unnu í búðinni í Odda, og kominn á þann aldur sem menn líta gjaman um öxl, en af þeim sem unnu með mér á Eyrinni er Asta frænka mín Jónsdóttir ein eftir. Það var á búðarlokuárum mínurn að 01- afur Kárason Ljósvíkingur orti: „Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref ‘ og vissu- lega voru þá erfiðir tímar og atvinnan stop- ul. Þó var ekki kveinað meira þá en nú, þótt puðið væri óskaplegt. I upp- og útskipun- um var mannshryggurinn aðalflutningatæk- ið milli bryggju og búðar. Bera varð allt sem bært var úr fjöru í pakkhús, hinu var velt. Slík vinnubrögð væru óhugsandi nú. Ungu mennirnir í dag hafa vissulega ekki minna afl í skrokknum en þeir á þessum dögum, en baggaburður var ekki bara afl- raun, það var list, æfingin skapaði meistar- ann og harkan hjálpaði til. Þegar unglingur hafði borið sinn fyrsta síldarmjölspoka af lausabryggjunni í fjörunni, 200 pund, upp í pakkhúsið Klöpp, var hann ekki lengur strákgemlingur og gat borið höfuðið hátt. Sumarið 1935 var óskaplegt óþurrka- sumar, og eftir fylgdi harðindavetur. I apríl 1936 var von á Lagarfossi, gamla Lagga, með ósköpin öll af fóðurkomi. Skipið fór frá Kaupmannahöfn 9. apríl og þann 20. var það lagst við akkeri á Borgarfirði kl. 4.35 árdegis, í norðaustan átt. „Kl. 7 kom einn bátur út og tók vörur, en kom ekki aftur vegna brims“. Kl. 8.00 var siglt til Vopna- fjarðar og losað þar við erfiðar aðstæður vegna veltings og brims. Að morgni 21. er Lagginn aftur kominn á Borgarfjörð, lagðist þar kl. 8.15. „Kom enginn bát- ur út“. Enn á norðaustan. Kl. 14.00 þann dag segir í loggbók: „Létt akkerum og fært eftir beiðni frá landi. Kl. 14.15 lagst aftur út af Hofströnd fyrir akkeri og 45 föðmum af keðju. Strax byrjað að losa. Kl. 19.50 afgreiðslu lokið - Siglt kl. 20.00.“ Hvað býr að baki þess sem ég rakti hér á undan úr skipsdagbók Lagarfoss? Hvers vegna er Lagginn að vokka yfir losun á Borgarfirði 20. apríl 1936, getur losað einn Kussufarm - siglir á Vopnafjörð, losar þar og snýr aftur til Borgarfjarðar? Ekki var það vegna hungursneyðar á Borgarfirði. Astæðan var yfirvofandi fellir þar og á Fljótsdalshéraði. Uppskipunin tókst vegna þess að þótt ófært væri að skipa upp á Bakkagerði, var betra í sjóinn austur við Hofströnd og Hofstrandarflesin veitti skjól. I apríl 1936, eins og jafnan á þeim ámm, var unginn úr sjómönnum á Borgarfirði far- inn suður á vertíð, en með því að smala öll- um, sem vettlingi gátu valdið, tókst að koma öllum vamingnum á land og bjarga frá sjó. Mikið af komvörunni var borið upp í útihúsin á Hamrinum. En meira þurfti til að bjarga bústofni Héraðsmanna. Eftir var að koma komvör- unni upp á Krosshöfða, eða í Stapavík, og helst einhverju norður á Ker. Einhvern næsta dag eftir þrældóminn við uppskipunina við Flesina vatt hann sér í rólega suðvestan átt sem stóð í viku, að mig minnir. Dag eftir dag flutti dráttarskipið 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.