Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Blaðsíða 150
Múlaþing
Þessi fagnaður stóð langt fram á kvöld,
og var ekki trútt um, að ferðamennimir
væru farnir að þreytast áður en lauk og
hugsuðu til morgundagsins, en þá var fyrir
höndum lengsta og erfiðasta dagleið ferð-
arinnar. Það endaði þó með að okkur var
vísað til sængur.
Um morguninn, þegar við vöknuðum,
var búið að sækja hesta fyrir allan hópinn,
taka til reiðtygi fyrir alla og tveir fylgdar-
menn voru tilbúnir að koma með okkur.
Var það Jón sjálfur og Stefán sonur hans,
sem síðar varð þekktur sem listmálari. Við
borðuðum staðgóðan morgunverð, vorum
útbúnir með nesti og stigum síðan á bak og
héldum af stað. Þeir feðgar fylgdu okkur
yfir báða Möðrudalsfjallgarða og yfir
Lindará, sem rennur austan við austari
fjallgarðinn. Engin greiðsla var tekin fyrir
gistinguna eða fylgdina. Það voru mikið
þakklátir menn, sem kvöddu Jón í Möðru-
dal og hans fólk þennan dag.
Var nú hafin gönguferð austur yfir Jök-
uldalsheiði og niður á Jökuldal. Var þetta
langerfiðasti áfanginn í ferðinni. Leysing-
ar voru í gangi og aurbleyta í melum og
sums staðar á veginum. Fyrsti áfangastað-
urinn var Rangalón, sem er eyðibýli við
norðurenda Sænautavatns. Þar var nesti
borðað, en menn gáfu sér ekki mikinn tíma
til að huga að mannvistarleifum. Eg vissi
deili á tveim bændum í Vallahreppi, sem
þarna höfðu búið. Eyjólfur Marteinsson í
Mjóanesi hafði byrjað sinn búskap þarna,
tlust síðan að Brú á Jökuldal og þaðan í
Mjóanes. Hann var sagður sterkefnaður og
sagðist fyrst hafa komist í álnir á Ranga-
lóni.
Magnús Jónsson á Víkingsstöðum bjó á
Rangalóni stuttan tíma um 1920, og var
hann næst seinasti ábúandinn, sem þar var.
Leiðin frá Rangalóni niður á Jökuldal
var heldur leiðinleg. Við fórum framhjá Ar-
mótaseli, en þar var þá enn búið. Tveir fóru
þangað heim og spurðu almæltra tíðinda.
Síðan gengum við veginn út með Gilsá og
beint niður Múlann. Þegar að því kom að
ganga niður brattann, kom fyrst í ljós, að
menn voru famir að þreytast. Hnén vildu
gefa eftir, okkur verkjaði í mjaðmimar, og
liðamót voru stirð. Jökuldælir, sem sáu til
ferða okkar, sögðu, að göngulagið hefði ver-
ið í meira lagi skrýtið, einkum niðrímóti.
Gangan út Jökuldalinn var erfið, þeir dug-
legustu þræluðust áfram, en aðrir drógust
aftur úr, og var langt milli manna.
Jón Egill hafði haft samband við föður
sinn, sem hafði lofast til að koma á móti
okkur upp að Hofteigi. Við stefndum því för
okkar þangað. Okkur var boðið þar til stofu
og bornar fyrir okkur veitingar. Það fylgdi
því ólýsanleg vellíðan að geta sest niður og
vita að þessari löngu göngu var lokið.
Innan tíðar kom svo bíll frá Sveini og
flutti okkur austur að Egilsstöðum. Þaðan
fór svo hver heim til sín samdægurs. Lengst
var dagleiðin hjá Einari Braga. Hann fékk
að fljóta með bfl yfir Fagradal til Reyðar-
fjarðar og kom þangað seint um kvöldið, en
hélt svo ferðinni áfram gangandi til Eski-
fjarðar um nóttina og kom heim til sín um
aftureldingu og hafði þá verið á ferð í tæpan
sólarhring. Sigurður Jónsson átti líka langa
leið fyrir höndum, er hann skildi við okkur
hjá Jökulsárbrú hjá Fossvöllum. Hann hélt
gangandi út Jökulsárhlíð, „álpaðist beint í
Kaldána og munaði minnstu, að ég legðist
flatur í ána,“ sagði hann síðar. Komst um
nóttina yfir Hellisheiði heim í Böðvarsdal.
Hann komst inn í bæ án þess vart yrði við
hann, og fannst sofandi í rúminu um
morguninn.
Það er fróðlegt að geta þess í þessu sam-
bandi, að á þessum tíma var engin leikfimi
stunduð í Menntaskólanum á Akureyri, svo
að þarna var um hreina kyrrsetumenn að
148