Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 150

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 150
Múlaþing Þessi fagnaður stóð langt fram á kvöld, og var ekki trútt um, að ferðamennimir væru farnir að þreytast áður en lauk og hugsuðu til morgundagsins, en þá var fyrir höndum lengsta og erfiðasta dagleið ferð- arinnar. Það endaði þó með að okkur var vísað til sængur. Um morguninn, þegar við vöknuðum, var búið að sækja hesta fyrir allan hópinn, taka til reiðtygi fyrir alla og tveir fylgdar- menn voru tilbúnir að koma með okkur. Var það Jón sjálfur og Stefán sonur hans, sem síðar varð þekktur sem listmálari. Við borðuðum staðgóðan morgunverð, vorum útbúnir með nesti og stigum síðan á bak og héldum af stað. Þeir feðgar fylgdu okkur yfir báða Möðrudalsfjallgarða og yfir Lindará, sem rennur austan við austari fjallgarðinn. Engin greiðsla var tekin fyrir gistinguna eða fylgdina. Það voru mikið þakklátir menn, sem kvöddu Jón í Möðru- dal og hans fólk þennan dag. Var nú hafin gönguferð austur yfir Jök- uldalsheiði og niður á Jökuldal. Var þetta langerfiðasti áfanginn í ferðinni. Leysing- ar voru í gangi og aurbleyta í melum og sums staðar á veginum. Fyrsti áfangastað- urinn var Rangalón, sem er eyðibýli við norðurenda Sænautavatns. Þar var nesti borðað, en menn gáfu sér ekki mikinn tíma til að huga að mannvistarleifum. Eg vissi deili á tveim bændum í Vallahreppi, sem þarna höfðu búið. Eyjólfur Marteinsson í Mjóanesi hafði byrjað sinn búskap þarna, tlust síðan að Brú á Jökuldal og þaðan í Mjóanes. Hann var sagður sterkefnaður og sagðist fyrst hafa komist í álnir á Ranga- lóni. Magnús Jónsson á Víkingsstöðum bjó á Rangalóni stuttan tíma um 1920, og var hann næst seinasti ábúandinn, sem þar var. Leiðin frá Rangalóni niður á Jökuldal var heldur leiðinleg. Við fórum framhjá Ar- mótaseli, en þar var þá enn búið. Tveir fóru þangað heim og spurðu almæltra tíðinda. Síðan gengum við veginn út með Gilsá og beint niður Múlann. Þegar að því kom að ganga niður brattann, kom fyrst í ljós, að menn voru famir að þreytast. Hnén vildu gefa eftir, okkur verkjaði í mjaðmimar, og liðamót voru stirð. Jökuldælir, sem sáu til ferða okkar, sögðu, að göngulagið hefði ver- ið í meira lagi skrýtið, einkum niðrímóti. Gangan út Jökuldalinn var erfið, þeir dug- legustu þræluðust áfram, en aðrir drógust aftur úr, og var langt milli manna. Jón Egill hafði haft samband við föður sinn, sem hafði lofast til að koma á móti okkur upp að Hofteigi. Við stefndum því för okkar þangað. Okkur var boðið þar til stofu og bornar fyrir okkur veitingar. Það fylgdi því ólýsanleg vellíðan að geta sest niður og vita að þessari löngu göngu var lokið. Innan tíðar kom svo bíll frá Sveini og flutti okkur austur að Egilsstöðum. Þaðan fór svo hver heim til sín samdægurs. Lengst var dagleiðin hjá Einari Braga. Hann fékk að fljóta með bfl yfir Fagradal til Reyðar- fjarðar og kom þangað seint um kvöldið, en hélt svo ferðinni áfram gangandi til Eski- fjarðar um nóttina og kom heim til sín um aftureldingu og hafði þá verið á ferð í tæpan sólarhring. Sigurður Jónsson átti líka langa leið fyrir höndum, er hann skildi við okkur hjá Jökulsárbrú hjá Fossvöllum. Hann hélt gangandi út Jökulsárhlíð, „álpaðist beint í Kaldána og munaði minnstu, að ég legðist flatur í ána,“ sagði hann síðar. Komst um nóttina yfir Hellisheiði heim í Böðvarsdal. Hann komst inn í bæ án þess vart yrði við hann, og fannst sofandi í rúminu um morguninn. Það er fróðlegt að geta þess í þessu sam- bandi, að á þessum tíma var engin leikfimi stunduð í Menntaskólanum á Akureyri, svo að þarna var um hreina kyrrsetumenn að 148
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.