Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Qupperneq 161
Ritfregnir
ingu Ekkjufells, en í lýsingu Teigabóls eru tveir staðir sagðir „friðlýstir", en hvorugur er
það eins og stendur. (Freysnestættur og Ormarshaugur eru einu friðlýstu minjamar í Fell-
um). Sérstæðar náttúrumyndanir hefðu einnig mátt fljóta með, eins og Grettistakið á Ekkju-
fellinu. Mjög víða í bókinni hefði verið nóg pláss fyrir þessar og aðrar ýtarlegri upplýsing-
ar um viðkomandi jarðir, sem hefðu gert bókina eigulegri og betra heimildarrit.
Mig gmnar að ritstjórn bókarinnar hafi eitthvað farið í handaskolum, og þess hafi ekki
alltaf verið gætt, að leita til kunnugra manna og hafa það heldur er sannara reynist. Verður
það að skoðast sem töluverður galli á svo fagurri og annars vandaðri bók.
Á því er enginn vafi, að vinna mætti merkilegar tölulegar upplýsingar upp úr Nýju Bú-
kollu, um breytingar þær sem orðið hafa á búsetu í sveitum Múlaþings síðustu tvo áratugi.
Aðeins á Héraði hafa um 50 jarðir eða sjálfstæð býli lagst í eyði á þessum tíma, sem mun
vera nálægt 1/5 af býlum sem voru í byggð um miðja öldina. Þetta mun vera óvenju hátt
hlutfall á landsmælikvarða. Fara verður til Vestfjarða til að finna eitthvað sambærilegt,
en þar mun þó vera ólíku saman að jafna, hvað varðar búskaparskilyrði. Þetta kallar fram
spurningar um orsakir.
Athygli vekur hvað eyðijarðir eru mismunandi margar eftir hreppum. Þannig hafa að-
eins tvær jarðir eyðst á Jökuldal á þessu tímabili, og eru þó tvö nýbýli í byggð á annarri
þeirra. í Fljótsdal hafa 7 gamlar og grónar jarðir farið í eyði og 3 nýbýli á sama tíma. Þó
myndu flestir segja, að Fljótsdalur væri mun betri til búskapar en Jökuldalur á flestan
máta. Hvað veldur þessum mismun er erfitt að segja, en það væri fróðlegt rannsóknarefni
fyrir félagsfræðinga.
„Gamla Búkolla", eins og bókin Sveitir ogjarðir íMúlaþingi I-IV, verður væntanlega
kölluð hér eftir, var að mörgu leyti merkilegt rit, og mikil fróðleiksnáma hvað varðar
landslag, ömefni, minjar, húsakost, búskap og búhætti, auk persónufræði og ættfræði.
Með ritun hennar og ritstýringu vann Ármann Halldórsson afrek, sem lengi verður í
minnum haft. Þessi bók hefur um áratugi verið helsta uppsláttarrit Austfirðinga, eins kon-
ar „alfræðibók" Múlaþings. Það er til marks um vinsældir hennar, að hún fékk snemma
gælunafnið „Búkolla“. Það er vel að nú hefur þetta bókarnafn verið staðfest með „Bú-
kollu hinni nýju“, sem þrátt fyrir einhverja efnislega galla mun verða nytsöm og virt við-
bót við gömlu alfræðibókina.
Nýja Búkolla er glæsilegt rit og eigulegt. Þó bókin sé vissulega nokkuð dýr, er hún vel
þess virði. Hún er til sölu á skrifstofu Búnaðarsambands Austurlands, Miðvangi 4, Egils-
stöðum, og í nokkrum bókabúðum.
Búkollugreinin var rituð í nóvember 1995 og birt í Austra en endurrituð að hluta til í
janúar 1996.
Helgi Hallgrímsson
159