Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 173

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Side 173
Ársskýrslur um náttúru Austurlands þannig að hún geti gegnt hlutverki sínu varðandi upplýsingasöfnun á því sviði. Auk þess sem nauðsynlegt er að stofan eignist ýmis almenn náttúrufræðirit. Þótt ekki sé komin fullkomin starfsaðstaða hefur Náttúrustofa Austurlands unnið að ýmsum verkefn- um frá því að hún tók til starfa og önnur eru í undirbúningi. Fyrsta verkefni stofunnar sem segja má að falli undir fræðslu-og náttúruverndarhlutverk hennar er að koma upp svokölluðum fræðslustíg í fólkvang- inum í Neskaupstað. Fræðslustígnum verður komið upp næsta sumar en þá á fólkvangurinn 25 ára afmæli. Stofan hefur tekið að sér að rannsaka áhrif hreindýrabeitar í eyðibyggðunum sunnan Norðfjarðar og er það verkefni fjármagnað með tekjum af veiðileyfum sem seld eru í sveitarfélaginu. Vonast er til að þetta verði nokkurra ára verkefni og að hægt verði að fylgjast reglulega með gróðri og hugsanlegum gróðurfarsbreyt- ingum. Þá hefur stofan tekið að sér gróðurfarsúttekt á fyrirhuguðu vegarstæði, efnistökustað og sorpurð- unarstað í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Unnið hefur verið í samvinnu við Náttúru- fræðistofnun íslands í Reykjavík að úttekt á tilraunum til lúpínueyðingar í þjóðgarðinum í Skaftafelli vegna mats á umhverfisáhrifum þeirra aðgerða og fyrir Orkustofnun hefur verið unnið við jarðfræðikort- lagningu á Hraunum. Af verkefnum sem í bígerð eru má nefna að verið er að hefja undirbúning að hreindýrasýningu sem sett verður upp ef fjármagn fæst tii þess. Sýningin er hugsuð sem farandsýning þar sem komið verði á framfæri þeirri þekkingu sem til staðar er á lífsháttum hreindýra en einnig er henni ætlað að vera vettvang- ur vangaveltna um tilvist hreindýranna, náttúruvemd, gróðurvernd, ferðamennsku o.fl. á hreindýraslóðum, auk þess að vera kynnig fyrir náttúrustofuna og Austurland. Þetta verkefni veltur eins og áður er getið á hvort til þess fáist fjárstuðningur því það er óhjákvæmilega dýrt að koma upp slrkri sýningu. Það er einn- ig vert að geta þess að komið hefur fram hugmynd um að tengja allar hreindýrarannsóknir Náttúrustofu Austurlands og væri það auðvitað gríðarlegur styrkur fyrir stofuna að fá þannig fast verkefni. Ymis fleiri verkefni eru í undirbúningi hjá stofunni. Auk þess sem hér hefur verið nefnt berast stofunni fyrirspurnir um hitt og þetta varðandi náttúruvernd og náttúrufræði, fólk kemur með jurtir, skordýr o.fl. til greiningar. Þótt stofan hafi einungis á að skipa ein- um starfsmanni er reynt að taka við öllum slíkum fyrirspurnum og leita svara hjá öðrum þegar kunnáttu þrýtur á staðnum. Iramtíðarsýn Þar sem náttúrustofur eru nú að taka til starfa víðar um landið er ekki úr vegi að velta vöngum yfir hlutverki þeirra og hvemig þær gætu þróast. Ýmislegt varðandi starfsemi náttúrustofa er enn óljóst og ekki nákvæmlega útfært í lögum eða reglugerð. Á það bæði við nákvæma útfærslu á hlutverki þeima þ.e. hvaða verkefni þeim er ætlað að vinna og einnig rekstrarlegu hliðina. Það þarf því að halda áfram að þróa nátt- urustofurnar eftir því sem reynsla kemur á starfsemina, átta sig á markmiðum og leiðum að þeim. Það hlýtur að hafa verið vilji löggjafans og þeirra sem stóðu að undirbúningi lagasetningar um nátt- urustofur að dreifa um landið a.m.k. að hluta almennum náttúrurannsóknum, varðveislu heimilda og gagna urn náttúruna og þjónusturannsóknum á því sviði, þannig að slíkt væri til staðar nærri heimabyggð. Aug- ljóslega kostar það talsvert fé að setja á stofn náttúrustofur vítt og breitt um landið og vart þarf að tíunda það að mikilvægt er að nýta þá tjármuni sem ætlaðir eru til náttúrurannsókna á íslandi sem best. Einnig er það auðvitað mjög mikilvægt fyrir þær byggðir sem fá til sín og taka að sér rekstur náttúrustofa að stof- urnar nái fótfestu og sé ætlað eitthvert raunverulegt hlutverk þannig að þær verði slík miðstöð náttúrufræða sem væntingar standa til. 171
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.