Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1996, Page 177
Ársskýrslur
andi hefði Eysteinn orðið 90 ára og er ætlunin að minnast þess á Djúpavogi.
Á haustmánuðum hefst undirbúningur að uppsetningu Ríkarðssafns sem á að opna sumarið 1997. Gerð
verður skrá yfir verk hans og áhöld á heimili hans og vinnustofu á Grundarstíg 15 í Reykjavík, og valin úr
verk til sýningar í Löngubúð, en flutningur safngripa hefst þegar húsnæðið verður tilbúið.
Jafnframt uppsetningu Ríkarðssafns þarf að huga að öðrum söfnum í Berufirði.
Á Teigarhomi er safnvísir í eigu Þjóðminjasafns íslands og safn er í Berufirði, í einkaeign. Þá er ekki
fundinn staður fyrir verslunarminjar sem til eru á staðnum svo sem verslunarbækur, sem nú eru í geymslu
á Þjóðskjalasafni. Safnamál í Berufirði eru að verða umfangsmikil og á næstu árum kann að þurfa að ráða
sérstakan safnvörð þar.
Mikilvægur áfangi
Mikilvægum áfanga var náð í júní í sumar, þegar gengið var frá samningi milli þjóðminjaráðs og Sam-
bands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi um embætti minjavarðar á Austurlandi. Samningurinn felur í
ser að Þjóðminjasafn Islands greiðir launakostnað vegna minjavarðar að fullu og er litið svo á að minja-
vörðurinn sé starfsmaður safnsins. SSA leggur til starfsaðstöðu fyrir embættið.
Samningurinn er gerður til fimm ára í senn. Þar með er kominn fyrsti landshlutaminjavörðurinn, sam-
kvæmt þjóðminjalögum frá 1989.
Með þessu er embætti minjavarðar á Austurlandi fest í sessi, og í samningnum felst viðurkenning á
starfi því sem unnið hefur verið á vettvangi Safnastofnunar Austurlands, en stofnunin tekur við þessu em-
bætti hér á Austurlandi. Unnið hefur verið að því að koma á embætti þessu síðan ný þjóðminjalög komu
1989 og hafa margir lagst á árar með Safnastofnun og SSA í því máli. Embættinu fylgir starfslýsing sem
hér fer á eftir:
Starfslýsing minjavarðar Austurlands
Minjavörður Austurlands skal bera ábyrgð gagnvart þjóðminjaverði og þjóðminjaráði. Hann skal leit-
ast við að hafa sem best samband við þjóðminjavörð og aðra starfsmenn Þjóðminjasafns, allt eftir því sem
um er að ræða hverju sinni.
Hlutverk minjavarðar er alhliða minjavarsla á minjasvæðinu, sem er Austurland frá og með Norður-
Múlasýslu til og með Austur-Skaftafellssýslu.
I starfinu felst umsjón með þjóðminjum á svæðinu yfirleitt og varðveisla þeirra. Þar undir fellur um-
sjon og eftirlit með friðlýstum stöðum og öðrum fornleifum sem falla undir þjóðminjalög, merking þeirra
°g eftirlit með að eigi sé spillt.
Minjavörður hefur umsjón með og annast eftir því sem ástæður leyfa fomleifaskráningu á svæðinu,
genr tillögur um friðlýsingu fornleifa, gerir eða sér um minni háttar fornleifarannsóknir, einkum þar sem
mmjar koma óvænt í dagsljósið og þarf að bregðast við um rannsókn eða björgun, en um allar slíkar að-
gerðir fer eftir ákvæðum þjóðminjalaga.
Minjavörður skal hafa náið samband við skipulagsyfirvöld á hverjum stað. Hann sér um fornleifaþátt
umhverfismats og er til ráðuneytis um meðferð og umgengni við friðaðar fornleifar og við skipulagningu
hyggðar í dreifbýli og þéttbýli.
A sama hátt skal hann hafa náið samband við ferðamálayfirvöld svæðisins hvað snertir fornleifar og
aðrar menningarminjar og umgengni ferðamanna við þær.
175